Innlent

Hálkublettir og snjóþekja víða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Hálkublettir eru á Hellisheiði, í þrengslum og á Mosfellsheiði. Hálka og hálkublettir eru víða á Suðurlandi og jafnvel er krap eða snjóþekja í uppsveitum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegerðarinnar.

Þá eru hálkublettir á Mýrum, snjóþekja á Vatnaleið og hálka á Fróðárheiði þar sem nú snjóar. Í Borgarfirði og norður yfir Holtavörðuheiði er hálka á köflum og snjóþekja er á Bröttubrekku. Snjóþekja, krap eða nokkur hálka er víða á Vestfjörðum og Ströndum.

Í Skagafirði og við Eyjafjörð eru vegir að mestu auðir en hálkublettir eru á köflum í Húnavatnssýslum. Hálkublettir eru á Hólasandi, í Mývatnssveit og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Þæfingsfærð er á Hellisheiði eystri.

Slæmu veðri er spáð í dag og snjókomu víða um landið.


Tengdar fréttir

Fyrsta alvöru snjókoman á leiðinni

Vegagerðin og Veðurstofan vara við slæmu ferðaveðri á landinu í dag þar sem saman muni fara stormur, eða yfir 20 metrar á sekúndu í jafnaðarvindi, töluverð snjókoma, einkum um norðanvert landið og þar með hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×