Innlent

Læknir á Höfn hringdi rúntinn á lungnasjúklinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Læknir á Höfn hringdi til einstaklinga með þekkta lungnasjúkdóma.
Læknir á Höfn hringdi til einstaklinga með þekkta lungnasjúkdóma. Vísir/Getty
Gosmengun frá Holuhrauni hefur strítt íbúum á Suðurlandi undanfarna daga og hafa íbúar á Höfn á Hornafirði sérstaklega fundið fyrir menguninni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) var 1800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn og í Skaftafelli í hádeginu. Styrkurinn var um 10 þúsund míkrógrömm á rúmmetra á tíma í gær.

Á vef Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands kemur fram að vitað sé til þess að einstaklingar hafi fundið fyrir einkennum vegna mengunarinnar og voru helstu einkenni sviði í efri öndunarfærum og einnig í augum og nefi. Læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn hringdi til einstaklinga með þekkta lungnasjúkdóma þar sem gildin mældust sem hæst til að kanna ástand þeirra. Það kom fram í viðtölum hennar að fólk fann fyrir auknum einkennum en almennt var fólk vel upplýst um ástandið og fylgdi almennum ráðleggingum.

Fólk hefur haldið sig innandyra, hækkað á ofnum og lokað gluggum. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur sett inn flipa á heimasíðu sína með upplýsingum vegna eldgosins í Holuhrauni: . Þar er hægt að finna tengla með upplýsingar um mæligildin hér á Hornafirði ásamt ráðleggingum o.fl. Er íbúum bent á að fylgjast með og gera viðeigandi ráðstafanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×