Hvað höfum við lært? Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2014 08:00 Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaupauka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árangurstengdar greiðslur í formi kaupauka, kauprétta og arðs í mun meira mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttir í stórum skömmtum hafa viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa bankamanna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d almennt viðurkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að samantekið námu tekjur stóru bankanna þriggja vegna vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðlabankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæstlaunuðustu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustuaðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildarhagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins og það væri í raun mikið áhyggjuefni. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bankanna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaupauka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árangurstengdar greiðslur í formi kaupauka, kauprétta og arðs í mun meira mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttir í stórum skömmtum hafa viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa bankamanna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d almennt viðurkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að samantekið námu tekjur stóru bankanna þriggja vegna vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðlabankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæstlaunuðustu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustuaðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildarhagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins og það væri í raun mikið áhyggjuefni. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bankanna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar