Um 80 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn og er það svipuð virkni og sólarhring þar á undan. Fjórir skjálftar voru stærri en fjögur stig.
Í gær mældust tveir skjálftar 4,6 af stærð og nótt mældist einn af sömu stærð og einn 4,8 af stærð.
Skjálftar yfir þremur stigum voru á annan tuginn. Virkni undir norðanverðum bergganginum er svipuð og verið hefur undanfarna daga.
Gott skyggni er á gosstað og samkvæmt vefmyndavélum er svipaður gangur í gosinu og verið hefur.
160 skjálftar síðustu tvo sólahringa
Stefán Árni Pálsson skrifar
