Hannes: Líður ekki vel í svona leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2014 22:43 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur. „Ég er mjög ánægður með að hafa haldið hreinu og það er alltaf ljúft að halda hreinu þó svo að það hafi ekki verið mikið að gera hjá mér í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hannes við Vísi eftir leikinn í kvöld en Ísland er með markatöluna 6-0 eftir fyrstu tvo leiki riðlsins. Hannes fagnaði Ara Frey Skúlasyni mjög eftir að sá síðarnefndi bjargaði á línu í stöðunni 2-0. „Þetta var eina skiptið sem þeir þjörmuðu eitthvað að okkur og hann bjargaði liðinu þarna. Ég held að við hefðum lent í basli ef þeim hefði tekst að skora gegn okkur þá.“ Hann segir að Ísland hafi verið betra liðið í kvöld. „Þeirra leikaðferð var auðvitað hundleiðinleg en maður verður að bera virðingu fyrir því. Þetta eru hins vegar stórhættulegir leikir og manni líður ekki vel með að standa þarna aftast og horfa bara á lengst af. Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar svona lið sækja allt í einu hratt fram.“ „Það var mikil fagmennska að klára leikinn 3-0 eins og þetta hefði getað þróast í kvöld.“ Hannes sagði að hugarfar leikmanna hafi verið afar gott í vikunni. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik með öllum tiltækum ráðum og það tókst.“ „Nú er gaman að mæta Hollandi. Við getum leyft okkur að njóta augnabliksins gegn Hollandi þó svo að við stefnum auðvitað að því að vinna þann leik. Það verður erfitt enda Holland með eitt besta landslið heims og frábæra einstaklinga í sínum röðum.“ „Við höfum ekkert spáð í þeim leik en nú hefst sú vinna og við förum að skoða hvernig við getum lagt Hollendingana að velli." EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04 Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53 Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur. „Ég er mjög ánægður með að hafa haldið hreinu og það er alltaf ljúft að halda hreinu þó svo að það hafi ekki verið mikið að gera hjá mér í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hannes við Vísi eftir leikinn í kvöld en Ísland er með markatöluna 6-0 eftir fyrstu tvo leiki riðlsins. Hannes fagnaði Ara Frey Skúlasyni mjög eftir að sá síðarnefndi bjargaði á línu í stöðunni 2-0. „Þetta var eina skiptið sem þeir þjörmuðu eitthvað að okkur og hann bjargaði liðinu þarna. Ég held að við hefðum lent í basli ef þeim hefði tekst að skora gegn okkur þá.“ Hann segir að Ísland hafi verið betra liðið í kvöld. „Þeirra leikaðferð var auðvitað hundleiðinleg en maður verður að bera virðingu fyrir því. Þetta eru hins vegar stórhættulegir leikir og manni líður ekki vel með að standa þarna aftast og horfa bara á lengst af. Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar svona lið sækja allt í einu hratt fram.“ „Það var mikil fagmennska að klára leikinn 3-0 eins og þetta hefði getað þróast í kvöld.“ Hannes sagði að hugarfar leikmanna hafi verið afar gott í vikunni. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik með öllum tiltækum ráðum og það tókst.“ „Nú er gaman að mæta Hollandi. Við getum leyft okkur að njóta augnabliksins gegn Hollandi þó svo að við stefnum auðvitað að því að vinna þann leik. Það verður erfitt enda Holland með eitt besta landslið heims og frábæra einstaklinga í sínum röðum.“ „Við höfum ekkert spáð í þeim leik en nú hefst sú vinna og við förum að skoða hvernig við getum lagt Hollendingana að velli."
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04 Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53 Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04
Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29
Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30
Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53
Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43
Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30