Hannes: Þetta eru náttúrulega frægir karlar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 12:00 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira