Fótbolti

Íslenska liðið með sama árangur og Englendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason er hér búinn að fiska vítið á móti Hollandi.
Birkir Bjarnason er hér búinn að fiska vítið á móti Hollandi. Vísir/Andri Marinó
Íslenska fótboltalandsliðið hefur byrjað frábærlega í undankeppni EM en liðið er eins og flestir vita með fullt hús og hreint mark eftir fyrstu þrjá leikina.

Á meðan knattspyrnuáhugamenn og knattspyrnuspekingar eru að missa sig fyrir fullkomni byrjun íslenska liðsins þá eru Englendingar ekkert alltof sáttir með spilamennsku síns landsliðs.

Þegar tölfræðiárangur liðanna í fyrstu þremur leikjunum er borinn saman þá kemur í ljós að hann er nákvæmlega eins.

England er í E-riðlinum og liðið er með 9 stig og markatöluna 8-0 eftir þrjá fyrstu leikina, alveg eins og Ísland.

Enska liðið hefur unnið Sviss (2-0), San Marínó (5-0) og Eistland (1-0) í fyrstu þremur leikjum sínum en íslenska liðið vann Tyrkland (3-0), Lettland (3-0) og Holland (2-0).

England mætir næst Slóvenum í nóvember en næsti leikur íslenska liðsins er toppslagur á móti Tékklandi á útivelli.



Besta markatalan í undankeppni EM 2016 eftir októberleikina:

+9

Króatía (9-0) – 9 stig

Pólland (9-2) – 7 stig

+8

Ísland (8-0) – 9 stig

England (8-0) – 9 stig

Írland (10-2) – 7 stig

+7

Spánn (10-3) – 6 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×