Handbolti

Kristinn Björgúlfsson til Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn í bláa búningnum.
Kristinn í bláa búningnum. Mynd/Heimasíða Fram
Handboltamaðurinn Kristinn Björgúlfsson er genginn til liðs við lið Fram í Olís-deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Kristinn kemur frá ÍR þar sem hann kom lítið við sögu í byrjun tímabilsins. Kristinn, sem er formaður Leikmannasamtaka Íslands, hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Noregi, Þýskalandi, Grikklandi og Hollandi.

Fram er sem stendur í miklum meiðslavandræðum - báðar hægri skyttur liðsins eru t.a.m. meiddar - „og því er Kristinn mikilvægur liðsstyrkur á þessum tímapunkti,“ segir í fréttinni á heimasíðu Fram.

Þar kemur einnig fram að Kristinn muni þjálfa 3. flokk kvenna hjá Safamýrarliðinu.

Kristinn verður væntanlega kominn með leikheimld þegar Fram sækir Stjörnuna heim í 7. umferð Olís-deildarinnar á morgun.

Fram vermir botnsæti deildarinnar með tvö stig, en liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×