Viðskipti innlent

Einn af þeim forstjórum í heiminum sem náð hefur hvað mestum árangri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Bisaro, starfandi stjórnarformaður Actavis.
Paul Bisaro, starfandi stjórnarformaður Actavis.
Paul Bisaro, starfandi stjórnarformaður Actavis, hefur verið nefndur einn af þeim forstjórum í heiminum sem náð hefur hvað mestum árangri á liðnu ári samkvæmt árlegri samantekt sem birtist í Harvard Business Review. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Paul Bisaro starfaði sem forstjóri Watson Pharmaceuticals, forvera Actavis frá haustinu 2007 og var forstjóri þegar fyrirtækið keypti Actavis árið 2012. Hann tók svo við sem starfandi stjórnarformaður þegar Brent Saunders var ráðinn forstjóri Actavis 1. júlí sl. við sameiningu fyrirtækisins við bandaríska sérlyfjafyrirtækinu Forest laboratories.

Harvard Business review er eitt af leiðandi viðskiptatímaritum í heimi og setur saman þennan lista árlega yfir 100 forstjóra, en hann byggist á hversu vel stjórnendum hefur tekist að auka virði hlutahafa og markaðsvirði fyrirtækis síns.

Paul Bisaro er hér á meðal forstjóra stórfyrirtækja eins og Amazon, Cisco systems, Netflix og Telenor en hann er númer 31 listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×