Handbolti

Þriðji sigur Vals í röð | ÍR-ingar enn ósigraðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin hefur byrjað tímabilið af miklum krafti.
Björgvin hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Vísir/Andri Marinó
Valur vann sinn þriðja sigur í röð í Olís-deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni í Mýrinni, 26-28. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-15.

Valur er nú með sjö stig í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Stjarnan er hins vegar í 8. sæti með þrjú stig.

Markaskorarar Stjörnunnar:

Egill Magnússon 8, Þórir Ólafsson 7, Hilmar Pálsson 3, Andri Hjartar Grétarsson 3, Víglundur Jarl Þórsson 2, Ari Pétursson 1, Eyþór Már Magnússon 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1.

Markaskorarar Vals:

Geir Guðmundsson 7, Ómari Ingi Magnússon 5, Finnur Ingi Stefánsson 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Alexander Örn Júlíusson 2, Elvar Friðriksson 1, Bjartur Guðmundsson 1, Vignir Stefánsson.

ÍR og Haukar skildu jöfn, 28-28, í spennandi leik í Austurberginu. ÍR-ingar leiddu í leikhléi, 16-13.

Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði tíu mörk, en Arnar Birkir Hálfdánsson kom næstur með sex mörk.

Adam Haukur Baumruk var markahæstur í liði Hauka með níu mörk. Hafnfirðingar eru í 5. sæti deildarinnar með fjögur stig, en ÍR-ingar, sem eru enn taplausir, eru í 2. sæti með átta stig.

Markaskorarar ÍR:

Björgvin Hólmgeirsson 10/2, Arnar Birkir Hálfdánsson 6, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Sturla Ásgeirsson 3, Bjarni Fritzson 3, Davíð Georgsson 2, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1.

Markaskorarar Hauka:

Adam Haukur Baumruk 9/1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 3, Þröstur Þráinsson 2/1, Egill Eiríksson 2, Þórarinn Traustason 2, Heimir Óli Heimisson 2, Arnar Ingi Guðmundsson 2, Einar Pétur Pétursson 2.

Þá vann HK stórsigur á Fram og Afturelding er enn með fullt hús stiga eftir sigur á FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×