„Við erum bara rétt að byrja“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2014 18:17 Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Vísir/Pjetur Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að það vanti oft á tíðum heildarhugsun í markaðssetningu þegar kemur að hóteluppbyggingu hér á landi. Ekki gangi að hugsa um markaðsetninguna eftir á og Ísland sé að keppa við margar aðrar þjóðir þegar efnameiri ráðstefnutúristar eru annars vegar. Magnea Þórey fer yfir þessi mál í nýjasta Klinkinu sem er hægt að sjá með því að smella hér. Icelandair Hotels er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en það er dótturfélag Icelandair Group. Hér á eftir fara valdar spurningar og svör úr viðtalinu. Hvað hefur verið erfiðast varðandi mikinn vöxt ferðaþjónustunnar, sem er hálfgert lúxusvandamál? „Það sem verður áskorun hjá okkur er mannauðurinn. Það skiptir mjög miklu máli núna þegar vel gengur og það eru mikil umsvif að við ígrundum vel hvernig við ætlum að passa upp á að halda í reynt fólk. Þá erum við að tala um fagstéttirnar, iðngreinarnar eins og þjóna, matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakara, auk háskólamenntaðs fólks.“Icelandair Hotels ætlar að opna hótel með úti veitingaaðstöðu við Hljómalindarreitinn. Hvenær? „Við reiknum ekki með því að opna þetta hótel fyrr en í byrjun þarnæsta árs, þ.e. árið 2016. Við erum ennþá að vinna í þróun á eigninni sjálfri. Við döfnum ekki vel nema Reykjavík sé aðlaðandi og við þurfum að leggja okkar af mörkum. Við ætlum okkur að setja mikinn metnað í Hljómalindina sérstaklega þannig að íbúum Reykjavíkur líki vel við reitinn.“Raunverulegur markaður fyrir ráðstefnutúristaÞví hefur verið fleygt að æskilegra sé að fá færri tekjuhærri einstaklinga sem eyða meiru, eins og með því að fá hingað ráðstefnugesti í auknum mæli. Hefur þetta tekist? „Við höfum unnið að þessu samhliða uppbyggingu hótela. Það þarf að vinna markaðsstarfið samhliða nýjum verkefnum. Það má alls ekki vera of mikill fókus á sjálfa fjárfestinguna því hún markaðssetur sig ekki sjálf. Þegar þú ert tilbúinn með nýtt hótel þá þýðir ekki að huga að markaðssetningunni eftir á. Þetta þarf að hugsast samhliða. Við stofnuðum Meet in Reykjavík 2012. Nú er búið að stofna vettvang til að ná til efnameiri ferðamanna, eða high-end hluta markaðarins, því við áttum okkur á því að við þurfum að hafa margar vörur í boði. Því við erum í samkeppni við margar aðrar þjóðir.“Það er raunverulegur markaður fyrir þessa ráðstefnutúrista? „Við komum upp í umræðunni þegar verið er að velja kaldan áfangastað. Líka í flokkum sem tengjast orku, jarðvarma, íþróttum og hreyfingu. Við þurfum að vinna í því að skapa þá ímynd sem við viljum. Við höfum ótal tækifæri. Markaðssetning er bara fjárfesting. Mikið af hótelunum sem eru að bætast við, það þarf að spyrja hvað menn hafa sett í markaðsstarf. Menn eru oft búnir að opna eitthvað voða fínt en eru svo alveg hissa á að það komi ekki ferðamenn. Bæði fjárfestingarnar okkar og markaðsstarfið okkar eru vel ígrundaðar langtímaákvarðanir.“Ferðalög fólks í heiminum almennt að aukastHöfum við fjölgað gistirýmum of mikið? Munum við sitja uppi með tóm hótel ef það hægist á vextinum? „Ferðalög fólks í heiminum eru almennt að aukast. Það að við fáum alltaf bara 600 eða 700 þúsund ferðamenn og þeir verði ekki fleiri er annar endinn á svartsýninni. Ef við höldum vel á spöðunum verður vöxtur. Það kemur enginn til Reykjavíkur af því það eru að bætast við hótel. Það kemur miklu meira til.“Skiptar skoðanir eru um hvort Inspired by Iceland herferðin hafi skilað aukningu í fjölda ferðamanna. Hefðu þeir kannski komið hvort eð er? „Við fengum auðvitað fjölmiðlaumfjöllun út af gosinu sem við hefðum aldrei getað keypt, en þetta var samspil margra þátta. Við erum bara rétt að byrja. Ferðaþjónusta er bara rétt að verða að alvöru atvinnugrein. “ Klinkið Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að það vanti oft á tíðum heildarhugsun í markaðssetningu þegar kemur að hóteluppbyggingu hér á landi. Ekki gangi að hugsa um markaðsetninguna eftir á og Ísland sé að keppa við margar aðrar þjóðir þegar efnameiri ráðstefnutúristar eru annars vegar. Magnea Þórey fer yfir þessi mál í nýjasta Klinkinu sem er hægt að sjá með því að smella hér. Icelandair Hotels er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en það er dótturfélag Icelandair Group. Hér á eftir fara valdar spurningar og svör úr viðtalinu. Hvað hefur verið erfiðast varðandi mikinn vöxt ferðaþjónustunnar, sem er hálfgert lúxusvandamál? „Það sem verður áskorun hjá okkur er mannauðurinn. Það skiptir mjög miklu máli núna þegar vel gengur og það eru mikil umsvif að við ígrundum vel hvernig við ætlum að passa upp á að halda í reynt fólk. Þá erum við að tala um fagstéttirnar, iðngreinarnar eins og þjóna, matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakara, auk háskólamenntaðs fólks.“Icelandair Hotels ætlar að opna hótel með úti veitingaaðstöðu við Hljómalindarreitinn. Hvenær? „Við reiknum ekki með því að opna þetta hótel fyrr en í byrjun þarnæsta árs, þ.e. árið 2016. Við erum ennþá að vinna í þróun á eigninni sjálfri. Við döfnum ekki vel nema Reykjavík sé aðlaðandi og við þurfum að leggja okkar af mörkum. Við ætlum okkur að setja mikinn metnað í Hljómalindina sérstaklega þannig að íbúum Reykjavíkur líki vel við reitinn.“Raunverulegur markaður fyrir ráðstefnutúristaÞví hefur verið fleygt að æskilegra sé að fá færri tekjuhærri einstaklinga sem eyða meiru, eins og með því að fá hingað ráðstefnugesti í auknum mæli. Hefur þetta tekist? „Við höfum unnið að þessu samhliða uppbyggingu hótela. Það þarf að vinna markaðsstarfið samhliða nýjum verkefnum. Það má alls ekki vera of mikill fókus á sjálfa fjárfestinguna því hún markaðssetur sig ekki sjálf. Þegar þú ert tilbúinn með nýtt hótel þá þýðir ekki að huga að markaðssetningunni eftir á. Þetta þarf að hugsast samhliða. Við stofnuðum Meet in Reykjavík 2012. Nú er búið að stofna vettvang til að ná til efnameiri ferðamanna, eða high-end hluta markaðarins, því við áttum okkur á því að við þurfum að hafa margar vörur í boði. Því við erum í samkeppni við margar aðrar þjóðir.“Það er raunverulegur markaður fyrir þessa ráðstefnutúrista? „Við komum upp í umræðunni þegar verið er að velja kaldan áfangastað. Líka í flokkum sem tengjast orku, jarðvarma, íþróttum og hreyfingu. Við þurfum að vinna í því að skapa þá ímynd sem við viljum. Við höfum ótal tækifæri. Markaðssetning er bara fjárfesting. Mikið af hótelunum sem eru að bætast við, það þarf að spyrja hvað menn hafa sett í markaðsstarf. Menn eru oft búnir að opna eitthvað voða fínt en eru svo alveg hissa á að það komi ekki ferðamenn. Bæði fjárfestingarnar okkar og markaðsstarfið okkar eru vel ígrundaðar langtímaákvarðanir.“Ferðalög fólks í heiminum almennt að aukastHöfum við fjölgað gistirýmum of mikið? Munum við sitja uppi með tóm hótel ef það hægist á vextinum? „Ferðalög fólks í heiminum eru almennt að aukast. Það að við fáum alltaf bara 600 eða 700 þúsund ferðamenn og þeir verði ekki fleiri er annar endinn á svartsýninni. Ef við höldum vel á spöðunum verður vöxtur. Það kemur enginn til Reykjavíkur af því það eru að bætast við hótel. Það kemur miklu meira til.“Skiptar skoðanir eru um hvort Inspired by Iceland herferðin hafi skilað aukningu í fjölda ferðamanna. Hefðu þeir kannski komið hvort eð er? „Við fengum auðvitað fjölmiðlaumfjöllun út af gosinu sem við hefðum aldrei getað keypt, en þetta var samspil margra þátta. Við erum bara rétt að byrja. Ferðaþjónusta er bara rétt að verða að alvöru atvinnugrein. “
Klinkið Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira