„Við erum bara rétt að byrja“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2014 18:17 Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Vísir/Pjetur Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að það vanti oft á tíðum heildarhugsun í markaðssetningu þegar kemur að hóteluppbyggingu hér á landi. Ekki gangi að hugsa um markaðsetninguna eftir á og Ísland sé að keppa við margar aðrar þjóðir þegar efnameiri ráðstefnutúristar eru annars vegar. Magnea Þórey fer yfir þessi mál í nýjasta Klinkinu sem er hægt að sjá með því að smella hér. Icelandair Hotels er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en það er dótturfélag Icelandair Group. Hér á eftir fara valdar spurningar og svör úr viðtalinu. Hvað hefur verið erfiðast varðandi mikinn vöxt ferðaþjónustunnar, sem er hálfgert lúxusvandamál? „Það sem verður áskorun hjá okkur er mannauðurinn. Það skiptir mjög miklu máli núna þegar vel gengur og það eru mikil umsvif að við ígrundum vel hvernig við ætlum að passa upp á að halda í reynt fólk. Þá erum við að tala um fagstéttirnar, iðngreinarnar eins og þjóna, matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakara, auk háskólamenntaðs fólks.“Icelandair Hotels ætlar að opna hótel með úti veitingaaðstöðu við Hljómalindarreitinn. Hvenær? „Við reiknum ekki með því að opna þetta hótel fyrr en í byrjun þarnæsta árs, þ.e. árið 2016. Við erum ennþá að vinna í þróun á eigninni sjálfri. Við döfnum ekki vel nema Reykjavík sé aðlaðandi og við þurfum að leggja okkar af mörkum. Við ætlum okkur að setja mikinn metnað í Hljómalindina sérstaklega þannig að íbúum Reykjavíkur líki vel við reitinn.“Raunverulegur markaður fyrir ráðstefnutúristaÞví hefur verið fleygt að æskilegra sé að fá færri tekjuhærri einstaklinga sem eyða meiru, eins og með því að fá hingað ráðstefnugesti í auknum mæli. Hefur þetta tekist? „Við höfum unnið að þessu samhliða uppbyggingu hótela. Það þarf að vinna markaðsstarfið samhliða nýjum verkefnum. Það má alls ekki vera of mikill fókus á sjálfa fjárfestinguna því hún markaðssetur sig ekki sjálf. Þegar þú ert tilbúinn með nýtt hótel þá þýðir ekki að huga að markaðssetningunni eftir á. Þetta þarf að hugsast samhliða. Við stofnuðum Meet in Reykjavík 2012. Nú er búið að stofna vettvang til að ná til efnameiri ferðamanna, eða high-end hluta markaðarins, því við áttum okkur á því að við þurfum að hafa margar vörur í boði. Því við erum í samkeppni við margar aðrar þjóðir.“Það er raunverulegur markaður fyrir þessa ráðstefnutúrista? „Við komum upp í umræðunni þegar verið er að velja kaldan áfangastað. Líka í flokkum sem tengjast orku, jarðvarma, íþróttum og hreyfingu. Við þurfum að vinna í því að skapa þá ímynd sem við viljum. Við höfum ótal tækifæri. Markaðssetning er bara fjárfesting. Mikið af hótelunum sem eru að bætast við, það þarf að spyrja hvað menn hafa sett í markaðsstarf. Menn eru oft búnir að opna eitthvað voða fínt en eru svo alveg hissa á að það komi ekki ferðamenn. Bæði fjárfestingarnar okkar og markaðsstarfið okkar eru vel ígrundaðar langtímaákvarðanir.“Ferðalög fólks í heiminum almennt að aukastHöfum við fjölgað gistirýmum of mikið? Munum við sitja uppi með tóm hótel ef það hægist á vextinum? „Ferðalög fólks í heiminum eru almennt að aukast. Það að við fáum alltaf bara 600 eða 700 þúsund ferðamenn og þeir verði ekki fleiri er annar endinn á svartsýninni. Ef við höldum vel á spöðunum verður vöxtur. Það kemur enginn til Reykjavíkur af því það eru að bætast við hótel. Það kemur miklu meira til.“Skiptar skoðanir eru um hvort Inspired by Iceland herferðin hafi skilað aukningu í fjölda ferðamanna. Hefðu þeir kannski komið hvort eð er? „Við fengum auðvitað fjölmiðlaumfjöllun út af gosinu sem við hefðum aldrei getað keypt, en þetta var samspil margra þátta. Við erum bara rétt að byrja. Ferðaþjónusta er bara rétt að verða að alvöru atvinnugrein. “ Klinkið Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að það vanti oft á tíðum heildarhugsun í markaðssetningu þegar kemur að hóteluppbyggingu hér á landi. Ekki gangi að hugsa um markaðsetninguna eftir á og Ísland sé að keppa við margar aðrar þjóðir þegar efnameiri ráðstefnutúristar eru annars vegar. Magnea Þórey fer yfir þessi mál í nýjasta Klinkinu sem er hægt að sjá með því að smella hér. Icelandair Hotels er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en það er dótturfélag Icelandair Group. Hér á eftir fara valdar spurningar og svör úr viðtalinu. Hvað hefur verið erfiðast varðandi mikinn vöxt ferðaþjónustunnar, sem er hálfgert lúxusvandamál? „Það sem verður áskorun hjá okkur er mannauðurinn. Það skiptir mjög miklu máli núna þegar vel gengur og það eru mikil umsvif að við ígrundum vel hvernig við ætlum að passa upp á að halda í reynt fólk. Þá erum við að tala um fagstéttirnar, iðngreinarnar eins og þjóna, matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakara, auk háskólamenntaðs fólks.“Icelandair Hotels ætlar að opna hótel með úti veitingaaðstöðu við Hljómalindarreitinn. Hvenær? „Við reiknum ekki með því að opna þetta hótel fyrr en í byrjun þarnæsta árs, þ.e. árið 2016. Við erum ennþá að vinna í þróun á eigninni sjálfri. Við döfnum ekki vel nema Reykjavík sé aðlaðandi og við þurfum að leggja okkar af mörkum. Við ætlum okkur að setja mikinn metnað í Hljómalindina sérstaklega þannig að íbúum Reykjavíkur líki vel við reitinn.“Raunverulegur markaður fyrir ráðstefnutúristaÞví hefur verið fleygt að æskilegra sé að fá færri tekjuhærri einstaklinga sem eyða meiru, eins og með því að fá hingað ráðstefnugesti í auknum mæli. Hefur þetta tekist? „Við höfum unnið að þessu samhliða uppbyggingu hótela. Það þarf að vinna markaðsstarfið samhliða nýjum verkefnum. Það má alls ekki vera of mikill fókus á sjálfa fjárfestinguna því hún markaðssetur sig ekki sjálf. Þegar þú ert tilbúinn með nýtt hótel þá þýðir ekki að huga að markaðssetningunni eftir á. Þetta þarf að hugsast samhliða. Við stofnuðum Meet in Reykjavík 2012. Nú er búið að stofna vettvang til að ná til efnameiri ferðamanna, eða high-end hluta markaðarins, því við áttum okkur á því að við þurfum að hafa margar vörur í boði. Því við erum í samkeppni við margar aðrar þjóðir.“Það er raunverulegur markaður fyrir þessa ráðstefnutúrista? „Við komum upp í umræðunni þegar verið er að velja kaldan áfangastað. Líka í flokkum sem tengjast orku, jarðvarma, íþróttum og hreyfingu. Við þurfum að vinna í því að skapa þá ímynd sem við viljum. Við höfum ótal tækifæri. Markaðssetning er bara fjárfesting. Mikið af hótelunum sem eru að bætast við, það þarf að spyrja hvað menn hafa sett í markaðsstarf. Menn eru oft búnir að opna eitthvað voða fínt en eru svo alveg hissa á að það komi ekki ferðamenn. Bæði fjárfestingarnar okkar og markaðsstarfið okkar eru vel ígrundaðar langtímaákvarðanir.“Ferðalög fólks í heiminum almennt að aukastHöfum við fjölgað gistirýmum of mikið? Munum við sitja uppi með tóm hótel ef það hægist á vextinum? „Ferðalög fólks í heiminum eru almennt að aukast. Það að við fáum alltaf bara 600 eða 700 þúsund ferðamenn og þeir verði ekki fleiri er annar endinn á svartsýninni. Ef við höldum vel á spöðunum verður vöxtur. Það kemur enginn til Reykjavíkur af því það eru að bætast við hótel. Það kemur miklu meira til.“Skiptar skoðanir eru um hvort Inspired by Iceland herferðin hafi skilað aukningu í fjölda ferðamanna. Hefðu þeir kannski komið hvort eð er? „Við fengum auðvitað fjölmiðlaumfjöllun út af gosinu sem við hefðum aldrei getað keypt, en þetta var samspil margra þátta. Við erum bara rétt að byrja. Ferðaþjónusta er bara rétt að verða að alvöru atvinnugrein. “
Klinkið Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira