Handbolti

Grótta með fullt hús í 1. deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjálmar Þór Arnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga í kvöld.
Hjálmar Þór Arnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga í kvöld. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
Grótta bar sigurorð af Víkingi, 22-25, í toppslag 1. deildar karla í handbolta í Víkinni í kvöld.

Heimamenn voru með yfirhöndina til að byrja með og leiddu með þremur mörkum, 6-3, eftir tólf mínútna leik. Gróttumönnum var þá nóg boðið, tóku leikhlé og náðu forystunni, 9-10, í framhaldinu. Víkingar skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk fyrri hálfleik og leiddu, 11-10, í leikhléi.

Gróttumenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans. Víkingar náðu að minnka muninn í 18-19, en þá tóku Seltirningar aftur við sér, sigldu fram úr og unnu að lokum þriggja marka sigur, 22-25.

Grótta situr í toppsæti 1. deildar með átta stig eftir fjóra leiki, en Víkingar eru í því þriðja með fjögur, en þeir töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í kvöld.

Markaskorarar Víkings:

Jóhann Reynir Gunnlaugsson 7, Hjálmar Þór Arnarson 4, Jón Hjálmarsson 3, Hlynur Óttarsson 2, Jónas Bragi Hafsteinsson 2, Tómas Wehmejer 2, Ægir Hrafn Jónsson 1 og Einar Gauti Ólafsson 1.

Markaskorarar Gróttu:

Styrmir Sigurðsson 6, Þorgeir Bjarki Davíðsson 5, Viggó Kristjánsson 4, Aron Valur Jóhannssson 3, Aron Heiðar Guðmundson 2, Hreiðar Örn Óskarsson 2, Aron dagur Pálsson 2 og Kristján Þór Karlsson 1.

Mynd/Gunnlaugur Júlíusson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×