SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 15:29 visir/afp Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. Ástandið varð til þess að SOS Barnaþorpin ákváðu að auka við aðstoð sína á svæðinu en samtökin hafa starfað í Gíneu síðan árið 1989, Líberíu síðan árið 1981 og Síerra Leóne síðan árið 1974. Nú þegar hafa SOS Barnaþorpin útvegað matarbirgðir og önnur hjálpargögn vegna ebólufaraldursins. Þá hafa samtökin veitt 163 munaðarlausum eða yfirgefnum börnum aðstoð. Samtökin eru nú í viðræðum við yfirvöld landanna þriggja um næstu skref, þ.e. að koma þessum börnum í viðeigandi úrræði. Þá eru SOS heilsugæslustöðvar starfandi í löndunum þremur. Allar sinna þær fólki sem er smitað af ebólu. SOS heilsugæslan í Monróvíu er til að mynda eina heilsugæslan á svæðinu sem opin er allan sólarhringinn. „Ebólan heldur áfram að herja á Vestur-Afríku,“ segir Richard Pichler alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og bætir við: „Munaðarlausum börnum fjölgar stöðugt. Faraldurinn hefur gríðarlega slæm efnahagsleg, félagsleg og sálfræðileg áhrif og við munum halda áfram að finna fyrir þeim áhrifum næstu árin. Við verðum að búa okkur undir að enn fleiri börn verði munaðarlaus og ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri neyð.“ Fram til þessa hefur ebóla einkum greinst í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu en einnig í öðrum löndum. Til þessa hafa tæplega 6 þúsund einstaklingar greinst með ebólu og um helmingur þeirra látist. Ekkert barn sem býr í SOS Barnaþorpi hefur smitast af ebólu. Hins vegar lést SOS móðir í Líberíu úr ebólu, ásamt einum hjúkrunarfræðingi á SOS heilsugæslustöð og einum SOS kennara, einnig staðsett í Líberíu. Miklar varúðarráðstafanir eru í þorpunum og allt gert til að hindra smit. Þá eru nokkrir SOS skólar og leikskólar í löndunum lokaðir vegna ástandsins. 102 Íslendingar eru að styrkja börn í níu SOS Barnaþorpum í löndunum þremur. Þar af eru 31 að styrkja barn í Gíneu, 46 í Síerra Leóne og 25 í Líberíu. Hægt er að leggja neyðaraðstoðinni lið með því að hringja í númerið 907-1001 (1.000 krónur) eða 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með tilvísuninni „ebóla“. Ebóla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. Ástandið varð til þess að SOS Barnaþorpin ákváðu að auka við aðstoð sína á svæðinu en samtökin hafa starfað í Gíneu síðan árið 1989, Líberíu síðan árið 1981 og Síerra Leóne síðan árið 1974. Nú þegar hafa SOS Barnaþorpin útvegað matarbirgðir og önnur hjálpargögn vegna ebólufaraldursins. Þá hafa samtökin veitt 163 munaðarlausum eða yfirgefnum börnum aðstoð. Samtökin eru nú í viðræðum við yfirvöld landanna þriggja um næstu skref, þ.e. að koma þessum börnum í viðeigandi úrræði. Þá eru SOS heilsugæslustöðvar starfandi í löndunum þremur. Allar sinna þær fólki sem er smitað af ebólu. SOS heilsugæslan í Monróvíu er til að mynda eina heilsugæslan á svæðinu sem opin er allan sólarhringinn. „Ebólan heldur áfram að herja á Vestur-Afríku,“ segir Richard Pichler alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og bætir við: „Munaðarlausum börnum fjölgar stöðugt. Faraldurinn hefur gríðarlega slæm efnahagsleg, félagsleg og sálfræðileg áhrif og við munum halda áfram að finna fyrir þeim áhrifum næstu árin. Við verðum að búa okkur undir að enn fleiri börn verði munaðarlaus og ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri neyð.“ Fram til þessa hefur ebóla einkum greinst í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu en einnig í öðrum löndum. Til þessa hafa tæplega 6 þúsund einstaklingar greinst með ebólu og um helmingur þeirra látist. Ekkert barn sem býr í SOS Barnaþorpi hefur smitast af ebólu. Hins vegar lést SOS móðir í Líberíu úr ebólu, ásamt einum hjúkrunarfræðingi á SOS heilsugæslustöð og einum SOS kennara, einnig staðsett í Líberíu. Miklar varúðarráðstafanir eru í þorpunum og allt gert til að hindra smit. Þá eru nokkrir SOS skólar og leikskólar í löndunum lokaðir vegna ástandsins. 102 Íslendingar eru að styrkja börn í níu SOS Barnaþorpum í löndunum þremur. Þar af eru 31 að styrkja barn í Gíneu, 46 í Síerra Leóne og 25 í Líberíu. Hægt er að leggja neyðaraðstoðinni lið með því að hringja í númerið 907-1001 (1.000 krónur) eða 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með tilvísuninni „ebóla“.
Ebóla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira