SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 15:29 visir/afp Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. Ástandið varð til þess að SOS Barnaþorpin ákváðu að auka við aðstoð sína á svæðinu en samtökin hafa starfað í Gíneu síðan árið 1989, Líberíu síðan árið 1981 og Síerra Leóne síðan árið 1974. Nú þegar hafa SOS Barnaþorpin útvegað matarbirgðir og önnur hjálpargögn vegna ebólufaraldursins. Þá hafa samtökin veitt 163 munaðarlausum eða yfirgefnum börnum aðstoð. Samtökin eru nú í viðræðum við yfirvöld landanna þriggja um næstu skref, þ.e. að koma þessum börnum í viðeigandi úrræði. Þá eru SOS heilsugæslustöðvar starfandi í löndunum þremur. Allar sinna þær fólki sem er smitað af ebólu. SOS heilsugæslan í Monróvíu er til að mynda eina heilsugæslan á svæðinu sem opin er allan sólarhringinn. „Ebólan heldur áfram að herja á Vestur-Afríku,“ segir Richard Pichler alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og bætir við: „Munaðarlausum börnum fjölgar stöðugt. Faraldurinn hefur gríðarlega slæm efnahagsleg, félagsleg og sálfræðileg áhrif og við munum halda áfram að finna fyrir þeim áhrifum næstu árin. Við verðum að búa okkur undir að enn fleiri börn verði munaðarlaus og ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri neyð.“ Fram til þessa hefur ebóla einkum greinst í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu en einnig í öðrum löndum. Til þessa hafa tæplega 6 þúsund einstaklingar greinst með ebólu og um helmingur þeirra látist. Ekkert barn sem býr í SOS Barnaþorpi hefur smitast af ebólu. Hins vegar lést SOS móðir í Líberíu úr ebólu, ásamt einum hjúkrunarfræðingi á SOS heilsugæslustöð og einum SOS kennara, einnig staðsett í Líberíu. Miklar varúðarráðstafanir eru í þorpunum og allt gert til að hindra smit. Þá eru nokkrir SOS skólar og leikskólar í löndunum lokaðir vegna ástandsins. 102 Íslendingar eru að styrkja börn í níu SOS Barnaþorpum í löndunum þremur. Þar af eru 31 að styrkja barn í Gíneu, 46 í Síerra Leóne og 25 í Líberíu. Hægt er að leggja neyðaraðstoðinni lið með því að hringja í númerið 907-1001 (1.000 krónur) eða 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með tilvísuninni „ebóla“. Ebóla Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. Ástandið varð til þess að SOS Barnaþorpin ákváðu að auka við aðstoð sína á svæðinu en samtökin hafa starfað í Gíneu síðan árið 1989, Líberíu síðan árið 1981 og Síerra Leóne síðan árið 1974. Nú þegar hafa SOS Barnaþorpin útvegað matarbirgðir og önnur hjálpargögn vegna ebólufaraldursins. Þá hafa samtökin veitt 163 munaðarlausum eða yfirgefnum börnum aðstoð. Samtökin eru nú í viðræðum við yfirvöld landanna þriggja um næstu skref, þ.e. að koma þessum börnum í viðeigandi úrræði. Þá eru SOS heilsugæslustöðvar starfandi í löndunum þremur. Allar sinna þær fólki sem er smitað af ebólu. SOS heilsugæslan í Monróvíu er til að mynda eina heilsugæslan á svæðinu sem opin er allan sólarhringinn. „Ebólan heldur áfram að herja á Vestur-Afríku,“ segir Richard Pichler alþjóðaframkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna og bætir við: „Munaðarlausum börnum fjölgar stöðugt. Faraldurinn hefur gríðarlega slæm efnahagsleg, félagsleg og sálfræðileg áhrif og við munum halda áfram að finna fyrir þeim áhrifum næstu árin. Við verðum að búa okkur undir að enn fleiri börn verði munaðarlaus og ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri neyð.“ Fram til þessa hefur ebóla einkum greinst í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu en einnig í öðrum löndum. Til þessa hafa tæplega 6 þúsund einstaklingar greinst með ebólu og um helmingur þeirra látist. Ekkert barn sem býr í SOS Barnaþorpi hefur smitast af ebólu. Hins vegar lést SOS móðir í Líberíu úr ebólu, ásamt einum hjúkrunarfræðingi á SOS heilsugæslustöð og einum SOS kennara, einnig staðsett í Líberíu. Miklar varúðarráðstafanir eru í þorpunum og allt gert til að hindra smit. Þá eru nokkrir SOS skólar og leikskólar í löndunum lokaðir vegna ástandsins. 102 Íslendingar eru að styrkja börn í níu SOS Barnaþorpum í löndunum þremur. Þar af eru 31 að styrkja barn í Gíneu, 46 í Síerra Leóne og 25 í Líberíu. Hægt er að leggja neyðaraðstoðinni lið með því að hringja í númerið 907-1001 (1.000 krónur) eða 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með tilvísuninni „ebóla“.
Ebóla Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira