Innlent

Fimm stórir jarðskjálftar á örfáum mínútum

Vísir/STEFán
Frá miðnætti hafa um 65 jarðskjálftar mælst í Bárðarbunguöskjunni og svipaður fjöldi við norðanverðan bergganginn. Stærstu skjálftarnir voru við norðanverða Bárðarbunguöskjuna.

Klukkan 01:10 í nótt varð skjálfti að stærð 5,1 og klukkan 17:11 reið yfir skjálfti að stærðinni 5,0.

Tveir skjálftar, 4 og 4,4 að stærð, voru við sunnanverða öskjuna klukkan 17:04 og 17:05 og sjö aðrir skjálftar yfir 3 að stærð mældust við öskjuna. 

Um 15 skjálftar voru við Herðubreið/Herðubreiðartögl, allir minni en 2.  Einnig mældust skjálftar við Tungnafellsjökul.


Tengdar fréttir

Mengunarinnar vart á stórum hluta landsins

Útlit er fyrir þó nokkurri gasmengun frá eldgosinu næstu tvo daga. Mengunin kemur til með að gera vart við sig á stórum hluta landsins, meðal annars á Blönduósi, Akureyri og Hvammstanga.

Hraunið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi

Eldstöðin í Holuhrauni hefur þegar skilað upp úr jörðinni hrauni sem myndi fylla 8.300 til 10.400 Hallgrímskirkjur. Rúmmál hraunsins er metið allt að því 104 milljón rúmmetrum meira en allar byggingar hér á landi.

Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi

Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi.

Loftmælar uppi svo lengi sem gýs

Umhverfisstofnun hefur fest kaup á fjörutíu mælum til að vakta styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu í Holuhrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×