Innlent

Gas mun berast til norðurs frá gasstöðvunum

Atli Ísleifsson skrifar
Stærsti skjálftinn í nótt var 4,8 stig og varð skömmu fyrir klukkan 1, 4,9 km norðaustur af Bárðarbungu.
Stærsti skjálftinn í nótt var 4,8 stig og varð skömmu fyrir klukkan 1, 4,9 km norðaustur af Bárðarbungu. Vísir/Egill
Um þrjátíu skjálftar hafa mælst frá miðnætti og hafa þeir flestir verið í kringum norðvestanverðan Vatnajökul.

Stærsti skjálftinn var 4,8 stig og varð skömmu fyrir klukkan 1 í nótt, 4,9 km norðaustur af Bárðarbungu.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ekki sé að sjá neinar breytingar á gosinu í Holuhrauni á vefmyndavélum.

Þá segir að í dag sé er útlit fyrir ákveðna sunnanátt og ætti að nást að skipta vel um loft yfir landinu. „Þó má búast við því að það gas sem kemur upp í eldgosinu í dag, berist jafnharðan til norðurs, yfir svæði sem afmarkast af Bárðardal í vestri að Öxarfirði í austri. Ekki er hægt að útiloka mengun á stærra svæði, einkum framan af degi meðan vindur er að ná sér upp. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir suðvestanátt og þá berst mengunin til norðausturs, frá Þistilfirði suður á Hérað.“

Síðastliðinn þriðjudag lægði vind á landinu. Á miðvikudag og fimmtudag var hæg austlæg átt og á föstudag og laugardag fremur hæg vestlæg átt. „Þessa daga dreifðist móða frá eldgosinu í Holuhrauni um mestallt land. Þegar þornaði í veðri og létti til á laugardaginn var móðan vel sýnileg í flestum landshlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Bláa svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu í dag, sunnudag.
Bleika svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu á morgun, mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×