Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur 22. september 2014 14:18 Harjit er illa farinn eftir fallið og verður marga mánuði að ná fullri heilsu. vísir/einar Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. Harjit féll fram yfir handrið stúkunnar fyrir rúmri viku síðan í aðdraganda viðureignar Þórs og FH í Pepsi-deild karla. Harjit lenti með andlitið á steypukanti. Er hann illa farinn eftir fallið. „Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant,“ segir í yfirlýsingu frá Akureyrar sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Þar segir að handriðið sé 120 cm á hæð og standist allar kröfur.Í viðtali á Stöð 2 í gær gagnrýndi Harjit öryggi áhorfenda á vellinum og sagðist vera að skoða réttarstöðu sína. Harjit sagðist efast um að stúkan uppfyllti öryggisstaðla og sagði stúkuna vera hættulega fimm ára börnum meðal annars. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, furðaði sig á gagnrýni FH-ingsins í samtali við Vísi í morgun. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi. Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Akureyrarbær, sem á stúkuna, vísar þeirri gagnrýni algjörlega á bug og segir stúkuna standast allar öryggiskröfur. Tilkynningu Akureyrarbæjar má sjá hér að neðan:„Akureyrarbær harmar slys er varð á Þórsvelli 14. september sl. og óskar stuðningsmanni FH góðs bata.Öll mannvirki sem reist eru á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar, íþróttamannvirki sem og önnur, eru sem gefur að skilja hönnuð og byggð samkvæmt byggingareglugerðum og standast öll þau viðmið sem þar eru sett.Stúkan á Þórsvellinum á Akureyri stenst allar öryggiskröfur m.a. með 120 sm háu handriði fremst. Á vellinum hafa farið fram fjórir leikir á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA en leikir á vegum sambandsins fara einvörðungu fram á völlum sem standast ítrustu öryggiskröfur.Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. Harjit féll fram yfir handrið stúkunnar fyrir rúmri viku síðan í aðdraganda viðureignar Þórs og FH í Pepsi-deild karla. Harjit lenti með andlitið á steypukanti. Er hann illa farinn eftir fallið. „Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant,“ segir í yfirlýsingu frá Akureyrar sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Þar segir að handriðið sé 120 cm á hæð og standist allar kröfur.Í viðtali á Stöð 2 í gær gagnrýndi Harjit öryggi áhorfenda á vellinum og sagðist vera að skoða réttarstöðu sína. Harjit sagðist efast um að stúkan uppfyllti öryggisstaðla og sagði stúkuna vera hættulega fimm ára börnum meðal annars. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, furðaði sig á gagnrýni FH-ingsins í samtali við Vísi í morgun. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi. Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Akureyrarbær, sem á stúkuna, vísar þeirri gagnrýni algjörlega á bug og segir stúkuna standast allar öryggiskröfur. Tilkynningu Akureyrarbæjar má sjá hér að neðan:„Akureyrarbær harmar slys er varð á Þórsvelli 14. september sl. og óskar stuðningsmanni FH góðs bata.Öll mannvirki sem reist eru á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar, íþróttamannvirki sem og önnur, eru sem gefur að skilja hönnuð og byggð samkvæmt byggingareglugerðum og standast öll þau viðmið sem þar eru sett.Stúkan á Þórsvellinum á Akureyri stenst allar öryggiskröfur m.a. með 120 sm háu handriði fremst. Á vellinum hafa farið fram fjórir leikir á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA en leikir á vegum sambandsins fara einvörðungu fram á völlum sem standast ítrustu öryggiskröfur.Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti