Gosið stöðvaði rúturnar, óvissa um næsta sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2014 21:15 Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira