Vilja hefja gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs goss í Bárðarbungu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2014 22:58 visir/auðunn Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland. Í tilkynningunni segir að stjórnvöld verði að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan eldsumbrotin norðan Vatnajökuls standa yfir. Þetta er meðal þess sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði en fundurinn fór fram á Vopnafirði um síðustu helgi. Fjallað var um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls á fundinum en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson flutti erindi um hugsanlegar afleiðingar goss í Bárðarbungu. Fram kom í hans máli að áhrif á landshlutann gætu orðið gríðarleg. Má t.d. nefna mögulegan vatnsskort í mörgum byggðakjörnum á Austurlandi þar sem íbúar reiða sig á opið vatnsból, mögulega röskun á rafmagnsveitu og fjarskiptasambandi, umtalsverða flóðahættu, að ekki sé minnst á öskufall. Fundarmenn á aðalfundi SSA lögðu mikla áherslu á að þegar í stað yrði hafist handa við gerð viðbragðsáætlunar ef til eldgoss í Bárðarbungu kæmi. Í ályktuninni segir að það sé brýnt öryggismál og varði almannaheill á Austurlandi að slík viðbragðsáætlun liggi fyrir. Þá verði stjórnvöld að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan þetta ástand varir. Fundurinn beindi því jafnframt til stjórnar SSA að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir Austurland allt og er sú vinna þegar hafin að sögn Sigrúnar Blöndal, nýkjörins formanns SSA. Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland. Í tilkynningunni segir að stjórnvöld verði að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan eldsumbrotin norðan Vatnajökuls standa yfir. Þetta er meðal þess sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði en fundurinn fór fram á Vopnafirði um síðustu helgi. Fjallað var um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls á fundinum en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson flutti erindi um hugsanlegar afleiðingar goss í Bárðarbungu. Fram kom í hans máli að áhrif á landshlutann gætu orðið gríðarleg. Má t.d. nefna mögulegan vatnsskort í mörgum byggðakjörnum á Austurlandi þar sem íbúar reiða sig á opið vatnsból, mögulega röskun á rafmagnsveitu og fjarskiptasambandi, umtalsverða flóðahættu, að ekki sé minnst á öskufall. Fundarmenn á aðalfundi SSA lögðu mikla áherslu á að þegar í stað yrði hafist handa við gerð viðbragðsáætlunar ef til eldgoss í Bárðarbungu kæmi. Í ályktuninni segir að það sé brýnt öryggismál og varði almannaheill á Austurlandi að slík viðbragðsáætlun liggi fyrir. Þá verði stjórnvöld að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan þetta ástand varir. Fundurinn beindi því jafnframt til stjórnar SSA að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir Austurland allt og er sú vinna þegar hafin að sögn Sigrúnar Blöndal, nýkjörins formanns SSA.
Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira