Gaupi: FH með betra lið en Haukar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 16:00 Það er jafnan tekist almennilega á í leikjum Hauka og FH. vísir/stefán „Það er alveg frábær byrjun á tímabilinu að fá þennan slag svona snemma,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur, um Hafnafjarðarslag FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Þetta eru alvöru leikir og vanalega alltaf fullt hús. Þó úrslitin hafi fallið með Haukum í fyrra þá finnst mér FH-ingarnir sterkari núna,“ segir Gaupi um erkifjendurna. „Það ber að hafa í hug að Haukar misstu Sigurberg Sveinsson sem var einn albesti leikmaður síðustu leiktíð og það skarð verður vandfyllt. Þeir sakna hans, en Adam Haukur Baumruk hefur verið að gera góða hluti í skyttunni vinstra megin. En hann er ungur og því má búast við því að spilamennska hans fari upp og niður,“ segir hann, en hvað með FH-liðið? „Mannskapurinn hjá FH er mjög góður og liðið ágætlega samansett. Mér finnst línumannsstaðan samt mjög veik hjá því. FH-liðið er samt betur mannað en Haukaliðið að mínu mati.“Guðjón Guðmundsson, Gaupi.mynd/vilhelmGuðjón segir Hafnafjarðarslaginn jafnan vinnast á vörn og markvörslu. Hann segir markvarðapar Haukanna með GiedriusMorkunas og Einar Óla Vilmundarson betra en hið unga par FH með þá Ágúst Elí Björgvinsson og Brynjar Darra Baldursson. „Markvarðaparið hjá Haukum er betra þó Elí sé efnilegur. Það sama á við hann og Adam Hauk, hann er ungur og verður spilamennska hans því ekki jafnstöðug.“ „Bæði þessi lið eru líkleg til að vera í toppbaráttunni í vetur. Það má heldur ekki gleyma því að þjálfari Haukanna er betri en þjálfari FH, með fullri virðingu fyrir Halldóri Jóhanni Sigfússyni. PatrekurJóhannesson er afskaplega fær og klókur þjálfari og nærvera hans getur skipt sköpum,“ segir Gaupi, en hvort liðið hefur sigur í kvöld? „Ég spái naumum sigri FH í kvöld, en á von á hörku leik.“ Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
„Það er alveg frábær byrjun á tímabilinu að fá þennan slag svona snemma,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur, um Hafnafjarðarslag FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Þetta eru alvöru leikir og vanalega alltaf fullt hús. Þó úrslitin hafi fallið með Haukum í fyrra þá finnst mér FH-ingarnir sterkari núna,“ segir Gaupi um erkifjendurna. „Það ber að hafa í hug að Haukar misstu Sigurberg Sveinsson sem var einn albesti leikmaður síðustu leiktíð og það skarð verður vandfyllt. Þeir sakna hans, en Adam Haukur Baumruk hefur verið að gera góða hluti í skyttunni vinstra megin. En hann er ungur og því má búast við því að spilamennska hans fari upp og niður,“ segir hann, en hvað með FH-liðið? „Mannskapurinn hjá FH er mjög góður og liðið ágætlega samansett. Mér finnst línumannsstaðan samt mjög veik hjá því. FH-liðið er samt betur mannað en Haukaliðið að mínu mati.“Guðjón Guðmundsson, Gaupi.mynd/vilhelmGuðjón segir Hafnafjarðarslaginn jafnan vinnast á vörn og markvörslu. Hann segir markvarðapar Haukanna með GiedriusMorkunas og Einar Óla Vilmundarson betra en hið unga par FH með þá Ágúst Elí Björgvinsson og Brynjar Darra Baldursson. „Markvarðaparið hjá Haukum er betra þó Elí sé efnilegur. Það sama á við hann og Adam Hauk, hann er ungur og verður spilamennska hans því ekki jafnstöðug.“ „Bæði þessi lið eru líkleg til að vera í toppbaráttunni í vetur. Það má heldur ekki gleyma því að þjálfari Haukanna er betri en þjálfari FH, með fullri virðingu fyrir Halldóri Jóhanni Sigfússyni. PatrekurJóhannesson er afskaplega fær og klókur þjálfari og nærvera hans getur skipt sköpum,“ segir Gaupi, en hvort liðið hefur sigur í kvöld? „Ég spái naumum sigri FH í kvöld, en á von á hörku leik.“
Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira