Handbolti

Valur vann sinn fyrsta sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Ingi Stefánsson og félagar fögnuðu loks sigri.
Finnur Ingi Stefánsson og félagar fögnuðu loks sigri. Vísir/Valli
Valur vann HK með 27 mörkum gegn 22 í Digranesinu í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Leikurinn var jafn framan af, en um miðjan fyrri hálfleik náðu heimamenn góðum spretti og komust mest fjórum mörkum yfir, 10-6.

Valsmenn komu sér hins vegar aftur inn í leikinn og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 12-12.

HK-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu 6-2 kafla. Í stöðunni 19-16 tóku Valsmenn hins vegar við sér og þá sérstaklega Hlynur Morthens sem varði allt hvað af tók í markinu.

Það dró mjög af heimamönnum og Valsmenn sigldu sínum fyrsta sigri á tímabilinu í höfn. Lokatölur 22-27, Val í vil.

Valur er í 5. sæti deildarinnar með þrjú stig, en HK situr stigalaust í botnsætinu.

Markaskorarar HK:

Tryggvi Þór Tryggvason 7, Garðar Svansson 3, Leó Snær Pétursson 2, Andri Þór Helgason 2, Guðni Már Kristinsson 2, Daði Laxdal Gautason 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2.

Markaskorarar Vals:

Vignir Stefánsson 5, Orri Freyr Gíslason 4, Elvar Friðriksson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Kári Kristján Kristjánsson 3,  Geir Guðmundsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Ómar Ingi Magnússon 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×