Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2014 11:42 Andri Snær Magnason er ósáttur við breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu, þar sem gert er ráð fyrir því að virðisaukaskattur á bókum verði hækkaður úr sjö prósentum í tólf. Á sama tíma eru vörugjöld felld niður og virðisaukaskattur á raftæki lækkaður. Það þýðir að verð á flatskjám lækkar umtalsvert; Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í gær, þegar fjárlögin voru kynnt, að verð á flatskjám gæti lækkað um allt að 21 prósent. „Ég held að þetta sé varla mjög skynsamlegt,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og heldur áfram: „Við þurfum að búa til mikið af bókum ef við ætlum að vera sjálfstæð þjóð. Þessi hækkun styrkir heldur betur ekki stöðu bókaútgáfu á Íslandi. Íslenskan er örtungumál og það er nú þegar ofboðslega mikið sem við getum ekki gert í þýðingum á heimsbókmenntum og hugmyndum heimsins.“Aldrei verið eins „lækaður“ Andri Snær skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Ég hef aldrei verið eins „lækaður“,“ segir hann um pistilinn, sem lítur svona út:„Fjármálaráðherra leggur til næstum 100% hækkun á virðisaukaskatti á bækur, úr 7% í 12%. Á sama tíma á að leggja niður vörugjöld til að lækka verð á flatskjám. Þetta kallar hann að "einfalda" kerfið. Maður er bara strax orðinn einfaldari. Þetta er gert á sama tíma og uggvænlegar tölur um ólæsi unglinga blasa alls staðar við, tölur um læsi hrapa og íslensk tunga með sínum orðaforða á í vök að verjast gegn ókeypis flóði af afþreyingu, stolinni sem óstolinni. Táknrænt að nú haustar og drullupollurinn sem átti að verða Stofnun Árna Magnússonar stækkar og dýpkar.“Ragnheiður Tryggvadóttir.Bækur í vörn „Bækur eru í vörn gegn ákveðnum miðlum. Við erum búin að sjá uggvænlegar tölur úr Pisa-könnunum,“ segir Andri Snær. Að hans mati er þessi skattahækkun ekki til þess að efla íslenska þjóðmenningu, en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna um íslenska þjóðmenningu segir: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan."Andri Snær bendir einnig á að úthlutun til höfunda úr Bókasafnssjóði hafi lækkað. Í maí var sagt frá því á Vísi að framlög til sjóðsins hefðu verið skorin niður í 22 milljónir, úr 42,6 milljónum króna árið áður. Það þýðir að nú fá höfundar um 18 krónur fyrir hvert útlán en í fyrra var úthlutunin um 37 krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum, um málið í maí.Bryndís LoftsdóttirSkilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskattÍ síðasta mánuði var rætt við Egil Örn Jóhannsson, formann félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóra Forlagsins, á Vísi og í Fréttablaðinu. Egill sagði þá: „Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum" Þar vísaði Egill í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Í úttekt Vísis og Fréttablaðsins á útgáfu barna- og unglingabóka í síðasta mánuði kom fram að útgáfa slíkra bóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, sagði þá útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ sagði Bryndís. Egill Örn benti einnig á að enginn virðisaukaskattur væri á bókum í löndunum í kringum okkur, til að mynda í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Hann hvatti til breytinga á virðisaukaskattskerfinu, hann taldi það geta orðið þá viðspyrnu sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar,“ sagði Egill í ágúst.Egill Örn Jóhannsson. Post by Andri Snær Magnason. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14 Efla lestur með því að afnema virðisaukaskatt á bækur Bókaútgefendur segja leiðina að markmiði menntamálaráðherra um aukna lestrarfærni barna vera afnám virðisaukaskatts af bókum, en alls ekki hækkun. Útgáfa á barnabókum á í vök að verjast vegna framboðs á annarri afþreyingu. 22. ágúst 2014 07:00 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu, þar sem gert er ráð fyrir því að virðisaukaskattur á bókum verði hækkaður úr sjö prósentum í tólf. Á sama tíma eru vörugjöld felld niður og virðisaukaskattur á raftæki lækkaður. Það þýðir að verð á flatskjám lækkar umtalsvert; Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í gær, þegar fjárlögin voru kynnt, að verð á flatskjám gæti lækkað um allt að 21 prósent. „Ég held að þetta sé varla mjög skynsamlegt,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og heldur áfram: „Við þurfum að búa til mikið af bókum ef við ætlum að vera sjálfstæð þjóð. Þessi hækkun styrkir heldur betur ekki stöðu bókaútgáfu á Íslandi. Íslenskan er örtungumál og það er nú þegar ofboðslega mikið sem við getum ekki gert í þýðingum á heimsbókmenntum og hugmyndum heimsins.“Aldrei verið eins „lækaður“ Andri Snær skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Ég hef aldrei verið eins „lækaður“,“ segir hann um pistilinn, sem lítur svona út:„Fjármálaráðherra leggur til næstum 100% hækkun á virðisaukaskatti á bækur, úr 7% í 12%. Á sama tíma á að leggja niður vörugjöld til að lækka verð á flatskjám. Þetta kallar hann að "einfalda" kerfið. Maður er bara strax orðinn einfaldari. Þetta er gert á sama tíma og uggvænlegar tölur um ólæsi unglinga blasa alls staðar við, tölur um læsi hrapa og íslensk tunga með sínum orðaforða á í vök að verjast gegn ókeypis flóði af afþreyingu, stolinni sem óstolinni. Táknrænt að nú haustar og drullupollurinn sem átti að verða Stofnun Árna Magnússonar stækkar og dýpkar.“Ragnheiður Tryggvadóttir.Bækur í vörn „Bækur eru í vörn gegn ákveðnum miðlum. Við erum búin að sjá uggvænlegar tölur úr Pisa-könnunum,“ segir Andri Snær. Að hans mati er þessi skattahækkun ekki til þess að efla íslenska þjóðmenningu, en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna um íslenska þjóðmenningu segir: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan."Andri Snær bendir einnig á að úthlutun til höfunda úr Bókasafnssjóði hafi lækkað. Í maí var sagt frá því á Vísi að framlög til sjóðsins hefðu verið skorin niður í 22 milljónir, úr 42,6 milljónum króna árið áður. Það þýðir að nú fá höfundar um 18 krónur fyrir hvert útlán en í fyrra var úthlutunin um 37 krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum, um málið í maí.Bryndís LoftsdóttirSkilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskattÍ síðasta mánuði var rætt við Egil Örn Jóhannsson, formann félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóra Forlagsins, á Vísi og í Fréttablaðinu. Egill sagði þá: „Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum" Þar vísaði Egill í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Í úttekt Vísis og Fréttablaðsins á útgáfu barna- og unglingabóka í síðasta mánuði kom fram að útgáfa slíkra bóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, sagði þá útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ sagði Bryndís. Egill Örn benti einnig á að enginn virðisaukaskattur væri á bókum í löndunum í kringum okkur, til að mynda í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Hann hvatti til breytinga á virðisaukaskattskerfinu, hann taldi það geta orðið þá viðspyrnu sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar,“ sagði Egill í ágúst.Egill Örn Jóhannsson. Post by Andri Snær Magnason.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14 Efla lestur með því að afnema virðisaukaskatt á bækur Bókaútgefendur segja leiðina að markmiði menntamálaráðherra um aukna lestrarfærni barna vera afnám virðisaukaskatts af bókum, en alls ekki hækkun. Útgáfa á barnabókum á í vök að verjast vegna framboðs á annarri afþreyingu. 22. ágúst 2014 07:00 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00
Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14
Efla lestur með því að afnema virðisaukaskatt á bækur Bókaútgefendur segja leiðina að markmiði menntamálaráðherra um aukna lestrarfærni barna vera afnám virðisaukaskatts af bókum, en alls ekki hækkun. Útgáfa á barnabókum á í vök að verjast vegna framboðs á annarri afþreyingu. 22. ágúst 2014 07:00
Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15
Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41