Efla lestur með því að afnema virðisaukaskatt á bækur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Meginmarkmið Hvítbókar menntamálaráðherra er að 90% íslenskra barna nái lágmarksviðmiðum í lestri. Vísir/Getty „Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísar Egill þar í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins.vísir/anton brinkÚtgáfa barna- og unglingabóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Ég er ekki svo sannfærð um að íslenskir drengir kunni ekki að lesa, ég held þeir kunni bara að lesa á ensku. Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ segir Bryndís og bætir við að þannig sé líka almennt hlúið að íslenskunni sem er í aukinni útrýmingarhættu.Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda.Enginn virðisaukaskattur er á bókum t.a.m. í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Egill segir að nú þegar breytingar eigi að gera á virðisaukaskattskerfinu sé lag að bókmenntaþjóðin bætist í hóp þessara þjóða. Um leið gæti það orðið sú viðspyrna sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að setja á fót fagráð um leið til að efla lestrarfærni og lesskilning barna í skólum borgarinnar. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, er formaður ráðsins og segir hún lestur barna í frítíma afar mikilvægan til að þróa lesskilning. „En til þess þarf að kveikja áhuga barnanna og því eigum við að stuðla og hlúa að útgáfu íslensks efnis,“ segir Freyja og nefnir hinar vinsælu fótboltabækur Gunnars Helgasonar sem dæmi um bækur sem hafa náð vel til íslenskra barna. Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
„Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísar Egill þar í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins.vísir/anton brinkÚtgáfa barna- og unglingabóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Ég er ekki svo sannfærð um að íslenskir drengir kunni ekki að lesa, ég held þeir kunni bara að lesa á ensku. Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ segir Bryndís og bætir við að þannig sé líka almennt hlúið að íslenskunni sem er í aukinni útrýmingarhættu.Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda.Enginn virðisaukaskattur er á bókum t.a.m. í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Egill segir að nú þegar breytingar eigi að gera á virðisaukaskattskerfinu sé lag að bókmenntaþjóðin bætist í hóp þessara þjóða. Um leið gæti það orðið sú viðspyrna sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að setja á fót fagráð um leið til að efla lestrarfærni og lesskilning barna í skólum borgarinnar. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, er formaður ráðsins og segir hún lestur barna í frítíma afar mikilvægan til að þróa lesskilning. „En til þess þarf að kveikja áhuga barnanna og því eigum við að stuðla og hlúa að útgáfu íslensks efnis,“ segir Freyja og nefnir hinar vinsælu fótboltabækur Gunnars Helgasonar sem dæmi um bækur sem hafa náð vel til íslenskra barna.
Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira