Jarðskjálfti að stærðinni 5,3 varð á suðurbrún Bárðarbungu öskjunnar um miðnætti í nótt en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Að öðru leyti var fremur rólegt yfir á svæðinu í nótt og virðist virknin vera stöðug.
Um 20 skjálftar mældust á umbrotasvæðinu í nótt og hefur þeim því heldur fækkað miðað við síðustu nótt.
Skjálftavirknin er ennþá að mestu bundin við Bárðarbungu og norður enda gangsins við jaðar Dyngjujökuls.
