Valsmenn án Óla Stef til áramóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2014 13:18 Ólafur Stefánsson. Vísir/Daníel Ólafur Stefánsson mun taka sér tímabundið hlé frá þjálfun karlaliðs Vals í handbolta. Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson munu leysa hann af. Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. Í tilkynningu frá Valsmönnum segir að samkomulag hafi orðið um að Ólafur Stefánsson taki sér tímabundið leyfi frá daglegri þjálfun meistaraflokks karla Nýstofnað fyrirtæki Ólafs kalli á mikla viðveru, meiri en svo að hægt sé sinna bæði þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins af þeim metnaði og fagmennsku sem krafist sé á báðum stöðum. „Að breyta um þjálfara svo stuttu fyrir mót er ekki ákjósanleg staða en Handknattleiksdeild Vals hefur fullan skilning á stöðu Ólafs og gert er ráð fyrir að Ólafur taki aftur við daglegri þjálfun um áramót. Þjálfun liðsins mun verða unnin í samvinnu við Ólaf og mun áfram byggja á þeim grunni sem hann hefur lagt síðastliðið ár.“ Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson munu sinna þjálfun og stjórn liðsins í fjarveru Ólafs. Þó muni Ólafur sinna sérþjálfun hjá félaginu eftir því sem tími hans leyfi á þessu tímabili. Að neðan má sjá upplýsingar frá Valsmönnum um nýju þjálfarana, Óskar Bjarna og Jón.Jón Kristjánsson er einn sigursælasti handknattleiksmaðurinn úr röðum Vals. Hann hefur unnið 8 Íslandsmeistaratitla og 4 bikarmeistaratitla með félaginu, leikið 82 landsleiki og sinnt þjálfun hjá Val og ÍR.Óskar Bjarni Óskarsson er öllum áhugamönnum um handknattleik að góðu kunnur. Sem leikmaður og þjálfari með Val hefur hann unnið fjölmarga titla auk þess að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari um árabil, silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, bronsverðlaunahafi frá Evrópumótinu í Austurríki 2010, svo fátt eitt sé talið. Óskar Bjarni mun auk þessa sjá um þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val ásamt Kristínu Guðmundsdóttur. Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
Ólafur Stefánsson mun taka sér tímabundið hlé frá þjálfun karlaliðs Vals í handbolta. Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson munu leysa hann af. Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. Í tilkynningu frá Valsmönnum segir að samkomulag hafi orðið um að Ólafur Stefánsson taki sér tímabundið leyfi frá daglegri þjálfun meistaraflokks karla Nýstofnað fyrirtæki Ólafs kalli á mikla viðveru, meiri en svo að hægt sé sinna bæði þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins af þeim metnaði og fagmennsku sem krafist sé á báðum stöðum. „Að breyta um þjálfara svo stuttu fyrir mót er ekki ákjósanleg staða en Handknattleiksdeild Vals hefur fullan skilning á stöðu Ólafs og gert er ráð fyrir að Ólafur taki aftur við daglegri þjálfun um áramót. Þjálfun liðsins mun verða unnin í samvinnu við Ólaf og mun áfram byggja á þeim grunni sem hann hefur lagt síðastliðið ár.“ Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson munu sinna þjálfun og stjórn liðsins í fjarveru Ólafs. Þó muni Ólafur sinna sérþjálfun hjá félaginu eftir því sem tími hans leyfi á þessu tímabili. Að neðan má sjá upplýsingar frá Valsmönnum um nýju þjálfarana, Óskar Bjarna og Jón.Jón Kristjánsson er einn sigursælasti handknattleiksmaðurinn úr röðum Vals. Hann hefur unnið 8 Íslandsmeistaratitla og 4 bikarmeistaratitla með félaginu, leikið 82 landsleiki og sinnt þjálfun hjá Val og ÍR.Óskar Bjarni Óskarsson er öllum áhugamönnum um handknattleik að góðu kunnur. Sem leikmaður og þjálfari með Val hefur hann unnið fjölmarga titla auk þess að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari um árabil, silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, bronsverðlaunahafi frá Evrópumótinu í Austurríki 2010, svo fátt eitt sé talið. Óskar Bjarni mun auk þessa sjá um þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val ásamt Kristínu Guðmundsdóttur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira