Hraunið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 17. september 2014 07:00 Fréttablaðið/Hari Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti. Bárðarbunga Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti.
Bárðarbunga Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira