Í dag má búast við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa. Á morgun er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar á norðanverðu hálendinu og austanlands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar.
Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands hefur mengunarinnar orðið vart bæði á Akureyri og Vestfjörðum í dag.
Hægt er að fylgjast með gagnvirku korti Veðurstofunnar hér.