Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 21. september 2014 00:01 Vísir/Valli Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld, en varnarleikur og markvarsla Aftureldingar var til mikillar fyrirmyndar. Þeir lentu undir í upphafi leiks, en góður kafli undir lok fyrri hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Þeir héldu svo vel á spöðunum í síðari hálfleik og unnu að lokum góðan sigur. Mikill hraði var í leiknum í upphafi, en bæði lið gerðu fjöldan allan af mistökum. Sóknarleikur beggja liða var stirður, en staðan var 5-3 eftir tíu mínútna leik í fyrri hálfleik Valsmönnum í vil. Þá skoruðu heimamenn þrjú mörk gegn einu marki gestanna og staðan skyndilega orðin 8-4. Þá vöknuðu Aftureldingarmenn á ný og skoruðu næstu tvö mörk og komu sér inn í leikinn. Stemningin var þeirra megin og þeir komu sér yfir og gott betur, en þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Sóknarleikur beggja liða var afar stirður í fyrri hálfleik, en það var dálítið stöngin út hjá Geir Guðmundssyni í fyrri hálfleik en hann hafði skotið sex sinnum og aðeins einu sinni fór hann inn. Valsmenn þurftu að ná honum og fleirum inn í leikinn ætluðu þeir sér eitt stig eða fleiri gegn sprækum nýliðum. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þeir komnir með fjögurra marka forystu, 11-15. Vörn þeirra var gífurlega góð og Valsmenn fundu fá svör framhjá sterkum varnarleik Aftureldingar og Davíð Svanssyni í markinu. Sjö mínútna markaþurrð kom um miðjan hálfleikinn en ekkert mark kom frá 40. mínútu þangað til á þeirri 47. mínútu. Varnir beggja liða voru góðar og markverðirnir í miklum ham. Valsmenn voru aldrei langt á eftir og þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka leiddu strákarnir úr kjúklingabænum með fjórum mörkum, 15-19. Þeir spiluðu af mikilli áræðni og krafturinn og stemningin var algjörlega þeirra megin. Þeir enduðu með því að sigla öruggum sigri heim í Mosfellsbæ, en lokatölur á Hlíðarenda 18-23, Aftureldingu í vil. Markmenn beggja liða voru í miklum ham og voru einir af betri mönnum vallarins ef ekki þeir bestu. Báðir voru þeir með í kringum 50% markvörslu, en liðsheildin skipti sköpum hjá Aftureldingu. Þar skoruðu alls fimm menn fjögur mörk og það sýnir sterka liðsheild. Sóknarleikur Vals var afar stirður, vægast sagt. Finnur Ingi Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir þá og var markahæstur, en menn eins og til dæmis Geir Guðmundsson og Elvar Friðriksson áttu afar dapran dag.Einar Andri: Átti ekki von á svona stórum sigri „Varnarleikurinn var alveg frábær og Davíð var stórkostlegur þar fyrir aftan," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í leikslok. „Sóknin var mjög erfið og stirð, sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Við náðum hraðaupphlaupum í upphafi síðari hálfleiks. Við skoruðum ekki mikið af mörkum, en vörnin og markvarslan skóp sigurinn." „Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks gerði gæfumuninn. Þetta var góður tuttugu mínútna kafli þar sem við fórum úr því að vera þremur mörkum undir í að vera komnir yfir." „Ég átti alls ekki von á svona stórum sigri. Við bjuggum okkur undir mjög erfiðan leik og við ætluðum að reyna halda í við þá eins lengi og við gætum. Við ætluðum að reyna stela sigri hér á móti liðinu sem er spáð bestu gengi í vetur og þvið náðum að vinna." „Við þurfum að halda okkur niðri á jörðinni. Við eigum Íslandsmeistara ÍBV á heimavelli á laugradaginn í næstu viku. Við þurfum að undirbúa okkur vel og við getum ekki verið að líta eitthvað á töfluna strax," sagði Einar Andri í leikslok.Jón K: Sóknarleikurinn stirður „Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem gekk ekki nægilega vel í dag," sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Vísi í leikslok. „Hann gekk frekar hægt og var frekar þungur. Vörn og markvarsla var lengst af fín, en sóknarleikurinn var alls ekki nægilega vel. Við vorum ekki að fá þau færi sem við vildum." „Mér fannst sóknin aldrei ná sér á strik. Við vorum hægir og vorum að skora úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfeik sem voru dálítið að bjarga okkur. Við þurfum að fókusera á að bæta sóknarleikinn." „Síðasti leikur var líka þannig að markvarsla og varnarleikur var betra en sóknarleikurinn. Við skoruðum 23 þá, en fengum einnig á okkur 23. Sóknin var líka léleg þá. Vörnin og markvarslan lítur vel út, en við þurfum að bæta sóknarleikinn til muna." „Menn hljóta að þyrsta í sigurinn. Við þurfum að vinna bara í þessum málum," sagði Jón í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld, en varnarleikur og markvarsla Aftureldingar var til mikillar fyrirmyndar. Þeir lentu undir í upphafi leiks, en góður kafli undir lok fyrri hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Þeir héldu svo vel á spöðunum í síðari hálfleik og unnu að lokum góðan sigur. Mikill hraði var í leiknum í upphafi, en bæði lið gerðu fjöldan allan af mistökum. Sóknarleikur beggja liða var stirður, en staðan var 5-3 eftir tíu mínútna leik í fyrri hálfleik Valsmönnum í vil. Þá skoruðu heimamenn þrjú mörk gegn einu marki gestanna og staðan skyndilega orðin 8-4. Þá vöknuðu Aftureldingarmenn á ný og skoruðu næstu tvö mörk og komu sér inn í leikinn. Stemningin var þeirra megin og þeir komu sér yfir og gott betur, en þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Sóknarleikur beggja liða var afar stirður í fyrri hálfleik, en það var dálítið stöngin út hjá Geir Guðmundssyni í fyrri hálfleik en hann hafði skotið sex sinnum og aðeins einu sinni fór hann inn. Valsmenn þurftu að ná honum og fleirum inn í leikinn ætluðu þeir sér eitt stig eða fleiri gegn sprækum nýliðum. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þeir komnir með fjögurra marka forystu, 11-15. Vörn þeirra var gífurlega góð og Valsmenn fundu fá svör framhjá sterkum varnarleik Aftureldingar og Davíð Svanssyni í markinu. Sjö mínútna markaþurrð kom um miðjan hálfleikinn en ekkert mark kom frá 40. mínútu þangað til á þeirri 47. mínútu. Varnir beggja liða voru góðar og markverðirnir í miklum ham. Valsmenn voru aldrei langt á eftir og þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka leiddu strákarnir úr kjúklingabænum með fjórum mörkum, 15-19. Þeir spiluðu af mikilli áræðni og krafturinn og stemningin var algjörlega þeirra megin. Þeir enduðu með því að sigla öruggum sigri heim í Mosfellsbæ, en lokatölur á Hlíðarenda 18-23, Aftureldingu í vil. Markmenn beggja liða voru í miklum ham og voru einir af betri mönnum vallarins ef ekki þeir bestu. Báðir voru þeir með í kringum 50% markvörslu, en liðsheildin skipti sköpum hjá Aftureldingu. Þar skoruðu alls fimm menn fjögur mörk og það sýnir sterka liðsheild. Sóknarleikur Vals var afar stirður, vægast sagt. Finnur Ingi Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir þá og var markahæstur, en menn eins og til dæmis Geir Guðmundsson og Elvar Friðriksson áttu afar dapran dag.Einar Andri: Átti ekki von á svona stórum sigri „Varnarleikurinn var alveg frábær og Davíð var stórkostlegur þar fyrir aftan," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í leikslok. „Sóknin var mjög erfið og stirð, sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Við náðum hraðaupphlaupum í upphafi síðari hálfleiks. Við skoruðum ekki mikið af mörkum, en vörnin og markvarslan skóp sigurinn." „Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks gerði gæfumuninn. Þetta var góður tuttugu mínútna kafli þar sem við fórum úr því að vera þremur mörkum undir í að vera komnir yfir." „Ég átti alls ekki von á svona stórum sigri. Við bjuggum okkur undir mjög erfiðan leik og við ætluðum að reyna halda í við þá eins lengi og við gætum. Við ætluðum að reyna stela sigri hér á móti liðinu sem er spáð bestu gengi í vetur og þvið náðum að vinna." „Við þurfum að halda okkur niðri á jörðinni. Við eigum Íslandsmeistara ÍBV á heimavelli á laugradaginn í næstu viku. Við þurfum að undirbúa okkur vel og við getum ekki verið að líta eitthvað á töfluna strax," sagði Einar Andri í leikslok.Jón K: Sóknarleikurinn stirður „Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem gekk ekki nægilega vel í dag," sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Vísi í leikslok. „Hann gekk frekar hægt og var frekar þungur. Vörn og markvarsla var lengst af fín, en sóknarleikurinn var alls ekki nægilega vel. Við vorum ekki að fá þau færi sem við vildum." „Mér fannst sóknin aldrei ná sér á strik. Við vorum hægir og vorum að skora úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfeik sem voru dálítið að bjarga okkur. Við þurfum að fókusera á að bæta sóknarleikinn." „Síðasti leikur var líka þannig að markvarsla og varnarleikur var betra en sóknarleikurinn. Við skoruðum 23 þá, en fengum einnig á okkur 23. Sóknin var líka léleg þá. Vörnin og markvarslan lítur vel út, en við þurfum að bæta sóknarleikinn til muna." „Menn hljóta að þyrsta í sigurinn. Við þurfum að vinna bara í þessum málum," sagði Jón í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira