Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2014 12:53 Vísir/VIlhelm Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira