Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2014 12:53 Vísir/VIlhelm Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira