Sóknarfæri fyrir íslenskar efnisveitur til að mæta Netflix Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. september 2014 10:09 Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone Sóknarfæri eru fyrir fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki að setja á markaðinn efnisveitur sambærilegar Netflix með íslensku sjónvarpsefni. Þetta segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone. Stefán er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Í viðtalinu fer hann yfir sóknarfæri Vodafone en hann telur að aukin arðsemi fyrirtækisins geti falist í Red vörulínunni sem hann segir einfalda og auðvelda upplifun viðskiptavinarins af fjarskiptaþjónustu. Þá upplýsir hann að Vodafone muni áfram stækka 4G kerfi sitt og muni ekki bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna umsóknar um samstarf við Nova um uppbyggingu á slíku kerfi. Ekki sé þó „þjóðhagslega hagkvæmt“ að mörg fyrirtæki séu samtímis að byggja upp 4G kerfi. Tilraunir til að hamla útbreiðslu Netflix ekki borið árangur Áætlað er að tæplega 30 þúsund Íslendingar séu ólöglega áskrifendur að Netflix efnisveitunni og noti þjónustuna með þar til gerðum búnaði eins og Apple TV en enginn veit þessa tölu með fullkominni vissu. Efnisveitur eins og Netflix og Hulu er ólöglegar á Íslandi vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram hér á landi. Netflix hefur ekki formlega boðið upp á þjónustuna hér á landi en notendur hafa getað nýtt sér hana með því að skrá sig inn á sérstakar síður og stilla búnaðinn í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti eru brot á efniskaupasamningum sem íslensk afþreyingar og þjónustufyrirtæki hafa gert og eftir atvikum höfundar- og dreifingarrétti. Tilraunir til þess að fá Netflix til þess að bregðast við þessu hafa þó ekki borið árangur en íslenski markaðurinn er afskaplega lítill fyrir Netflix í stóra samhengi hlutanna. Markaður fyrir íslenskt Netflix Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir að það sé klárlega markaður fyrir íslenska efnisveitu, sambærilega Netflix, sem gæti boðið upp á íslenskt sjónvarpsefni gegn fastri mánaðarlegri áskrift. Vodafone sé þó ekki með slíka vöru í þróun en fyrirtækið styðji viðleitni manna við þróun á slíku. „Við búum við harða erlenda samkeppni á Íslandi á fleiri sviðum. Við þekkjum það úr fatageiranum að H&M er með háa markaðshlutdeild á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki staðsett á Íslandi. Þetta er bagalegt fyrir þá sem kaupa efnið. Hins vegar er Netflix auðvitað hannað fyrir annan markað. Þetta er t.d. ekki textað efni o.s.frv. Þannig að maður hefur verið að vona að það geti komið samkeppnisleg svör frá íslensku efnisveitunum. Við með okkar sjónvarpsdreifingarkerfi erum auðvitað tilbúin að vinna með öllum markaðnum að því að koma með íslenskar lausnir á þessu sviði. Við erum ekki, eins og 365, í því að búa til sjónvarpsefni, eða RÚV en við erum með dreifinguna og höfum verið að vinna með öllum markaðnum á því sviði. Við erum sjálf með tengsl við erlendu stúdíóin sem eiga megnið af erlenda efninu í leigunni okkar, Vodinu. Þannig að við eigum alveg hagsmuna að gæta líka á þessum markaði. Mín skoðun hefur verið sú að það vanti íslenska svona vöru, sem er með íslensku efni,“ segir Stefán.Nýjasta Klinkið í heild sinni má sjá hér. Klinkið Netflix Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Sóknarfæri eru fyrir fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki að setja á markaðinn efnisveitur sambærilegar Netflix með íslensku sjónvarpsefni. Þetta segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone. Stefán er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Í viðtalinu fer hann yfir sóknarfæri Vodafone en hann telur að aukin arðsemi fyrirtækisins geti falist í Red vörulínunni sem hann segir einfalda og auðvelda upplifun viðskiptavinarins af fjarskiptaþjónustu. Þá upplýsir hann að Vodafone muni áfram stækka 4G kerfi sitt og muni ekki bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna umsóknar um samstarf við Nova um uppbyggingu á slíku kerfi. Ekki sé þó „þjóðhagslega hagkvæmt“ að mörg fyrirtæki séu samtímis að byggja upp 4G kerfi. Tilraunir til að hamla útbreiðslu Netflix ekki borið árangur Áætlað er að tæplega 30 þúsund Íslendingar séu ólöglega áskrifendur að Netflix efnisveitunni og noti þjónustuna með þar til gerðum búnaði eins og Apple TV en enginn veit þessa tölu með fullkominni vissu. Efnisveitur eins og Netflix og Hulu er ólöglegar á Íslandi vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram hér á landi. Netflix hefur ekki formlega boðið upp á þjónustuna hér á landi en notendur hafa getað nýtt sér hana með því að skrá sig inn á sérstakar síður og stilla búnaðinn í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti eru brot á efniskaupasamningum sem íslensk afþreyingar og þjónustufyrirtæki hafa gert og eftir atvikum höfundar- og dreifingarrétti. Tilraunir til þess að fá Netflix til þess að bregðast við þessu hafa þó ekki borið árangur en íslenski markaðurinn er afskaplega lítill fyrir Netflix í stóra samhengi hlutanna. Markaður fyrir íslenskt Netflix Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir að það sé klárlega markaður fyrir íslenska efnisveitu, sambærilega Netflix, sem gæti boðið upp á íslenskt sjónvarpsefni gegn fastri mánaðarlegri áskrift. Vodafone sé þó ekki með slíka vöru í þróun en fyrirtækið styðji viðleitni manna við þróun á slíku. „Við búum við harða erlenda samkeppni á Íslandi á fleiri sviðum. Við þekkjum það úr fatageiranum að H&M er með háa markaðshlutdeild á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki staðsett á Íslandi. Þetta er bagalegt fyrir þá sem kaupa efnið. Hins vegar er Netflix auðvitað hannað fyrir annan markað. Þetta er t.d. ekki textað efni o.s.frv. Þannig að maður hefur verið að vona að það geti komið samkeppnisleg svör frá íslensku efnisveitunum. Við með okkar sjónvarpsdreifingarkerfi erum auðvitað tilbúin að vinna með öllum markaðnum að því að koma með íslenskar lausnir á þessu sviði. Við erum ekki, eins og 365, í því að búa til sjónvarpsefni, eða RÚV en við erum með dreifinguna og höfum verið að vinna með öllum markaðnum á því sviði. Við erum sjálf með tengsl við erlendu stúdíóin sem eiga megnið af erlenda efninu í leigunni okkar, Vodinu. Þannig að við eigum alveg hagsmuna að gæta líka á þessum markaði. Mín skoðun hefur verið sú að það vanti íslenska svona vöru, sem er með íslensku efni,“ segir Stefán.Nýjasta Klinkið í heild sinni má sjá hér.
Klinkið Netflix Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira