Íslenski boltinn

Reynslumiklir leikmenn ekki í hópnum hjá Frey

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freyr Alexandersson á blaðamannafundinum í dag.
Freyr Alexandersson á blaðamannafundinum í dag. vísir/pjetur
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvena í knattspyrnu, valdi ekki nokkra af reynslumestu leikmönnum íslenska liðsins í hópinn sem mætir Ísrael og Serbíu um miðjan mánuðinn í lokaleikjum undankeppni HM 2015.

Ísland á ekki lengur möguleika á að komast í umspil um sæti á HM í Kanada og ætlar Freyr því að nýta síðustu leikina til að þróa liðið fyrir næstu keppni, að því fram kom á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Leikmenn á borð við Katrínu Ómarsdóttur, Hólmfríði Magnúsdóttur og Ólínu G. Viðarsdóttur fá frí og þá eru Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir meiddar.

Freyr kýs að nota yngri leikmenn í þetta verkefni, en hann valdi Sigrúnu Ellu Einarsdóttur úr Stjörnunni í hópinn í fyrsta sinn. Hún er 22 ára gömul. Alls eru sjö leikmenn úr hópnum.

Hópurinn:

Markverðir:

Þóra Björg Helgadóttir, Fylki

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Sandra Sigurðarsdóttir, Stjörnunni

Varnarmenn:

Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni

Arna Sif Arngrímsdóttir, Þór/KA

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni

Elísa Viðarsdóttir, Kristianstads

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Miðjumenn:

Dóra María Lárusdóttir, Val

Sigrún Ella Einarsdóttir, Stjörnunni

Sara Björk Gunnarsdóttir, Rosengård

Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstads

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Hallbera G.  Gísladóttir, Valur

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjörnunni

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Arna-Björnar

Sóknarmenn:

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×