Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Þetta er gert í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag.
Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
„Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt hefur verið sett upp innri lokun á veg F910 við Vaðöldu,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Ákvörðunin verður endurskoðuð um leið og nýjar upplýsingar berast.
Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum
Atli Ísleifsson skrifar
