Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 15:15 Hannes í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/AM Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira