Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 15:15 Hannes í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/AM Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira