Gosið heldur sínu striki: Gufubólstrar rísa 20-30 metra til himins Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 14:59 Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni. Mynd/Auðunn Níelsson Hraunstraumurinn í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og stíga gufubólstrar þar nú upp. Vísindamaður á svæðinu segir þó litlar líkur á að farvegur fljótsins breytist mikið við það. Gangurinn í gosinu er með svipuðum hætti og í gær. „Þær helstu breytingar sem hafa orðið er það að hraunið hefur nú farið ofan í farveg Jökulsár á Fjöllum og er í þann mund að fara ofan í meginkvíslina á ánni. Við það verða talsverðar gufumyndanir. Vatnið úr ánni gufar upp vegna hitans frá hrauninu. Þá verða talsverðir gufubólstrar sem stíga upp 20 – 30 metra, eitthvað svoleiðis,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallasérfræðingur sem er við eldstöðvarnar. Hann segir annars allt með kyrrum kjörum á svæðinu. „Gangurinn í gosinu er mjög svipaður því sem hefur verið undanfarna tvo daga. Aðalvirknin er í norðursprungunni og lítil virkni í þessari suðursprungu sem myndaðist fyrir tveimur dögum. Miðgígurinn á norðursprungunni hann gýs að venju mest og er með myndarlega kvikustróka sem eru í sömu hæð og í gær eða svona á bilinu 50-100 metra,“ útskýrði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Syðsti gígurinn er einnig virkur að sögn Þorvalds. Virknin þar er stöðug. „Þannig að framleiðinin í gosinu er þetta svipuð, sirka 100 rúmmetra á sekúndu. Gæti verið eitthvað aðeins hærra. Hraunið heldur sinni framrás, hún er nokkuð stöðug, fór upp í 100 metra á klukkustund í gær og virðist vera á svipuðu róli í augnablikinu.“ Gosið heldur því sínu striki samkvæmt eldfjallasérfræðingnum en grannt er fylgst með gangi mála. Hér að neðan má sjá stórkostlegt myndband sem Jón Gústafsson tók af gosinu á dögunum. Volcano at night - Iceland September 4 2014 from Jon Gustafsson on Vimeo. Bárðarbunga Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hraunstraumurinn í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og stíga gufubólstrar þar nú upp. Vísindamaður á svæðinu segir þó litlar líkur á að farvegur fljótsins breytist mikið við það. Gangurinn í gosinu er með svipuðum hætti og í gær. „Þær helstu breytingar sem hafa orðið er það að hraunið hefur nú farið ofan í farveg Jökulsár á Fjöllum og er í þann mund að fara ofan í meginkvíslina á ánni. Við það verða talsverðar gufumyndanir. Vatnið úr ánni gufar upp vegna hitans frá hrauninu. Þá verða talsverðir gufubólstrar sem stíga upp 20 – 30 metra, eitthvað svoleiðis,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallasérfræðingur sem er við eldstöðvarnar. Hann segir annars allt með kyrrum kjörum á svæðinu. „Gangurinn í gosinu er mjög svipaður því sem hefur verið undanfarna tvo daga. Aðalvirknin er í norðursprungunni og lítil virkni í þessari suðursprungu sem myndaðist fyrir tveimur dögum. Miðgígurinn á norðursprungunni hann gýs að venju mest og er með myndarlega kvikustróka sem eru í sömu hæð og í gær eða svona á bilinu 50-100 metra,“ útskýrði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Syðsti gígurinn er einnig virkur að sögn Þorvalds. Virknin þar er stöðug. „Þannig að framleiðinin í gosinu er þetta svipuð, sirka 100 rúmmetra á sekúndu. Gæti verið eitthvað aðeins hærra. Hraunið heldur sinni framrás, hún er nokkuð stöðug, fór upp í 100 metra á klukkustund í gær og virðist vera á svipuðu róli í augnablikinu.“ Gosið heldur því sínu striki samkvæmt eldfjallasérfræðingnum en grannt er fylgst með gangi mála. Hér að neðan má sjá stórkostlegt myndband sem Jón Gústafsson tók af gosinu á dögunum. Volcano at night - Iceland September 4 2014 from Jon Gustafsson on Vimeo.
Bárðarbunga Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira