Dorrit Moussaieff og Ragnheiður Elín Árnadóttir hafa báðar klæðst hönnun Helgu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.


„Ég bæði prjóna og sauma en ég prjóna allt sjálf. Ég byrjaði þegar ég fór að eiga börnin mín fjögur en þá kviknaði áhugi fyrir að hanna þegar ég fór og lærði fatasaum," segir Helga.
„Það eru bara hrein og bein forréttindi að fá tækifæri til að hanna föt á þessar glæsilegu og sjálfstæðu konur."
„Á Dorrit hef ég helst hannað prjónaflíkur og fengið frelsi til að hanna þær flíkur eftir eigin höfði. Á Ragnheiði hef ég hannað kjóla, jakka, skyrtur, pils og prjónaflíkur," segir Helga.





