Tíska og hönnun

Hannar á Dorrit og er stolt af því

Ellý Ármanns skrifar
Helga Björg Steinþórsdóttir hönnuður stofnaði fyrirtækið sitt Mýr Design árið 2006 þá búsett í Austurríki. Hún flutti til Íslands þremur árum síðar og í dag eru höfuðstöðvar hennar á frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Dorrit Moussaieff og Ragnheiður Elín Árnadóttir hafa báðar klæðst hönnun Helgu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.



Dorrit, Helga og Ólafur Ragnar.
Helga og Dorrit.
Forréttindi að hanna föt á sjálfstæðar konur



Ég bæði prjóna og sauma en ég prjóna allt sjálf.  Ég byrjaði þegar ég fór að eiga börnin mín fjögur en þá kviknaði áhugi fyrir að hanna þegar ég fór og lærði fatasaum," segir Helga.  

Það eru bara hrein og bein forréttindi að fá tækifæri til að hanna föt á þessar glæsilegu og sjálfstæðu konur."


Á Dorrit hef ég helst hannað prjónaflíkur og fengið frelsi til að hanna þær flíkur eftir eigin höfði. Á Ragnheiði hef ég hannað kjóla, jakka, skyrtur, pils og prjónaflíkur," segir Helga.

Stórglæsileg hönnun Helgu fer Dorrit einstaklega vel. Ólafur er ekki síðri klæddur í jakkaföt.
Jón Ólafsson og Dorrit klædd í hönnun Helgu.
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Helga á Ljósanótt um helgina. Ráðherrann er klæddur í einstaklega fallega prjónaflík eftir Helgu.
Ragnheiður klæðist hér jakka eftir Helgu.
Helga Björg á vinnustofunni sinni.mynd/ágústa guðrún ólafsdóttir
Mýr Design á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×