Sport

Ísland sendir 29 keppendur til Antwerpen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenski hópurinn.
Íslenski hópurinn. Mynd/Íþróttafélag fatlaðra
Ísland sendir 29 keppendur á Evrópuleika Special Olympics sem haldnir verða í Antwerpen í Belgíu. Íslenski hópurinn heldur utan á morgun.

Íslensku keppendurnir taka þátt í sex greinum: boccia, badminton, borðtennis, frjálsum íþróttum, fótbolta og sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir keppanda í badminton, Ómar Karvel Guðmundsson frá Suðureyri.

Aðildarfélög ÍF sem eiga keppendur á leikunum eru: ÍFR, Ösp, Nes, Fjörður, Suðri, Eik, Óðinn, Völsungur og Ívar.

Alls munu yfir 2000 keppendur frá 58 þjóðum taka þátt leikunum, en keppt er í tíu greinum. Um 1000 aðstandendur fylgja keppendunum.

Alls munu 4000 sjálfboðaliðar aðstoða við leikana og gert er ráð fyrir að áhorfendur verði um 40.000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×