Hanna Birna svarar umboðsmanni 9. september 2014 17:52 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. vísir/daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Lekamálið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira