Innlent

Mikið flætt inn í hús vegna veðurs

Bjarki Ármannsson skrifar
Mikið hefur flætt inn í hús í Hátúni í Reykjavík.
Mikið hefur flætt inn í hús í Hátúni í Reykjavík. Mynd/Maja Egilsdóttir
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að sinna mörgum útköllum það sem af er degi vegna vatnsleka í íbúðarhúsum vegna rigningarinnar og roksins sem nú gengur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsstöðinni í Skógarhlíð eru nokkur tilfelli um alla borgina, en flest í og í kringum götuna Hátún, fyrir neðan Laugarveg. Þar séu í kringum fimmtán hús þar sem dæla hefur þurft út vatni nú í morgun.

Íbúi í Hátúni, sem sendi þessar myndir, segist hafa vaknað í ökkladjúpu vatni í húsi sínu í morgun. Upphaflega var talið að um bilun í vatnsveitukerfi væri um að ræða en starfsmaður Skógarhlíðar staðfestir að einungis er veðrinu um að kenna.

Vindhraði sem nemur rúmlega tuttugu metrum á sekúndu mælist nú víða um land, með snörpum vindhviðum við fjöll og mikilli úrkomu. Veðurstofa varar við því að ferðast á húsbíl eða bifreiðum með aftanívagna.

Hefur flætt inn í húsið þitt í morgun vegna veðurs? Myndir og ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×