Engin ríkisábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. ágúst 2014 11:14 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun