Fótbolti

Mazzarri: Einvígið er ekki búið

Kristinn Páll Teitsson á Laugardalsvelli skrifar
Walter Mazzari á Laugardalsvelli.
Walter Mazzari á Laugardalsvelli. vísir/getty
„Það var mjög ánægjulegt að ná þremur mörkum og halda hreinu hér í kvöld. Fyrsta markið gerði okkur töluvert léttara fyrir,“ sagði Walter Mazzarri, þjálfari Inter, ánægður eftir 3-0 sigur á Stjörnuni í kvöld.

„Leikurinn mun erfiðari en tölurnar gefa til kynna, Stjarnan lék vel í leiknum og að ná marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var töluverður léttir fyrir okkur.“

Mazzarri sagði að þeir hefðu grandskoðað lið Stjörnunnar fyrir leikinn og voru með sérstakt lið til þess.

„Við vorum búnir að grandskoða Stjörnuna en það kom mér á óvart hversu mikið Stjarnan sótti í stöðunni 2-0. Þeir náðu nokkrum sinnum að ógna markinu okkar í seinni hálfleik,“

Inter bætti við marki í upphafi seinni hálfleiks sem gerði verkefni Stjörnunnar enn erfiðara.

„Ég var mjög ánægður að fá markið í upphafi hálfleiksins. Ég talaði við strákana í klefanum í leikhlé um að koma inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti líkt og staðan væri 0-0 sem þeir gerðu og náðu marki í upphafi.“

Mazzarri vildi ekki meina að einvígið búið þótt að staðan væri góð. Hann var afar hrifinn af Ólafi Karli, Pablo og Atla í leiknum.

„Það er aldrei neitt öruggt í fótboltanum, einvígið er ekki búið og við viljum fara af fullri alvöru inn í seinni leikinn þótt staðan sé góð. Ég vona bara að stuðningsmenn Inter fjölmenni á leikinn þar sem þetta verður fyrsti alvöru heimaleikur liðsins á þessu tímabili.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×