Grannt fylgst með ferðum fólks við Jökulsárgljúfur Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:15 Dettifoss er aflmesti foss Íslands, 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður. Hann er svo sannarlega tignarlegur á að líta en í stóru flóði gæti ásýnd hans breyst mikið. Fossinn hefur raunar breyst talsvert undanfarin ár. „Það bendir til þess að bergið undir honum sé veikt að einhverju leyti og það er mjög líklegt ef til flóðs kæmi að það myndi bera með sér til dæmis jaka og mikinn sand svo það er líklegt að það myndi étast eitthvað af honum,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Og hefurðu áhyggjur af þessu? „Nei, en sem grín má skjóta því að að landamerki þjóðgarðsins eru beint við fossinn þannig að ég geri ráð fyrir að þjóðgarðurinn stækki við þessar breytingar,“ segir Hjörleifur. Það er ekki bara á hálendinu sem svæðum hefur verið lokað því í grennd við Dettifoss er ein gönguleið lokuð. Áætlað er að um sex tíma tæki að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi.Getið þið tryggt öryggi fólks sem yrði statt hér ef til goss kæmi? „Það virðist vera, miðað við þá lágmarksfyrirvara sem vísindamenn eru sammála um. Það er hraðinn á vatninu sem skiptir máli og við álítum að við hefðum nægan tíma til að bregðast við,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir slæmt ef óvissuástand dregst á langinn.Hvernig finnst þér ástandið leggjast í ferðamenn? „Eins og ég sá áðan í gestabók sem ég var að lesa finnst sumum þetta vera ævintýri.“ „Það að hafa Dettifoss út af fyrir okkur, eiga vingjarnlegar samræður við þjóðgarðsvörðinn, og spennan vegna jarðskjálftanna gera þessa dvöl hér ógleymanlega.“ Aðrir hræðast hugsanlegar hamfarir en pólskur ferðamaður við Dettifoss hafði ekkert heyrt af þeim. „Það væri mjög áhugavert að sjá þetta eldgos sérstaklega fyrir fólk sem hefur aldrei séð neitt slíku líkt gerast áður,“ segir pólski ferðamaðurinn Mircin Kwit. Bárðarbunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Dettifoss er aflmesti foss Íslands, 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður. Hann er svo sannarlega tignarlegur á að líta en í stóru flóði gæti ásýnd hans breyst mikið. Fossinn hefur raunar breyst talsvert undanfarin ár. „Það bendir til þess að bergið undir honum sé veikt að einhverju leyti og það er mjög líklegt ef til flóðs kæmi að það myndi bera með sér til dæmis jaka og mikinn sand svo það er líklegt að það myndi étast eitthvað af honum,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Og hefurðu áhyggjur af þessu? „Nei, en sem grín má skjóta því að að landamerki þjóðgarðsins eru beint við fossinn þannig að ég geri ráð fyrir að þjóðgarðurinn stækki við þessar breytingar,“ segir Hjörleifur. Það er ekki bara á hálendinu sem svæðum hefur verið lokað því í grennd við Dettifoss er ein gönguleið lokuð. Áætlað er að um sex tíma tæki að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi.Getið þið tryggt öryggi fólks sem yrði statt hér ef til goss kæmi? „Það virðist vera, miðað við þá lágmarksfyrirvara sem vísindamenn eru sammála um. Það er hraðinn á vatninu sem skiptir máli og við álítum að við hefðum nægan tíma til að bregðast við,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir slæmt ef óvissuástand dregst á langinn.Hvernig finnst þér ástandið leggjast í ferðamenn? „Eins og ég sá áðan í gestabók sem ég var að lesa finnst sumum þetta vera ævintýri.“ „Það að hafa Dettifoss út af fyrir okkur, eiga vingjarnlegar samræður við þjóðgarðsvörðinn, og spennan vegna jarðskjálftanna gera þessa dvöl hér ógleymanlega.“ Aðrir hræðast hugsanlegar hamfarir en pólskur ferðamaður við Dettifoss hafði ekkert heyrt af þeim. „Það væri mjög áhugavert að sjá þetta eldgos sérstaklega fyrir fólk sem hefur aldrei séð neitt slíku líkt gerast áður,“ segir pólski ferðamaðurinn Mircin Kwit.
Bárðarbunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira