Ómar fylgist með jöklinum

„Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ sagði Ómar þegar Vísir heyrði í honum hljóðið um þrjúleytið. Ómar hafði ekki séð merki þess að gos væri hafið en ætlaði svo sannarlega að fylgjast grannt með gangi mála.
Ómar sagðist telja töluverða aukningu í rennsli vatns vestan við jökulinn. Hann verður áfram á sveimi og ætlar að fylgjast grannt með gangi mála.
Tengdar fréttir

Alþjóðaflugið enn opið
Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Samhæfingarstöð Almannavarna kallar fólk á vakt
Samhhæfingarstöð Almannavarna var með lágmarksmönnun í morgun en hefur nú bætt starfsfólki á vaktina.

Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum
Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit.

Íhuga að hækka viðvörunarstig vegna flugs í rautt
Veðurstofan kannar nú þann möguleika hvort þurfi að hækka viðvörunarstig vegna flugs og banna flug á stóru svæði

Hraungos hafið undir Dyngjujökli
Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt.