Hraða viðgerðum í Kelduhverfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2014 17:42 Úr Öxarfirði. Vísir/Vilhelm Langbylgja RÚV næst í Kelduhverfi og Öxarfirði þótt FM útsendingar RÚV á svæðinu hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV til Vísis. Þar segir að viðgerðum á FM sendum hafi verið hraðað og vonast til að þeir verði komnir í betra horf eigi síðar en 26. ágúst. Erlendur Garðarsson, sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi, lýsti í samtali við Vísi fyrr í dag hve illa væri komið fyrir íbúum og öðrum á svæðinu. Eftir að mastur á Viðarfjalli féll í vetur væri ómögulegt að hlusta á útvarpsrásir RÚV. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður RÚV, segir í tilkynningunni að því miður þekki allir að hökt geti komið í flest dreifikerfi um stundarsakir. „Möstur og útsendingarlofnet eiga það til að falla vegna vályndra veðra og sífellt er unnið að því að bæta fyrir þau möstur sem hafa fallið eða eru úreld vegna bættrar tækni.“ Gunnar Örn vísar til þess þegar mastrið féll á Viðarfjalli í vetur. „Það gerði það að verkum að FM útsendingar RÚV í Keldukverfi og Öxarfirði hafa ekki verið eins og best verður á kosið. RÚV hefur unnið með sérfræðingum Vodafone að því að setja upp nýjan búnað til að bæta það sem brást.“ Sem betur fer ógni þetta ekki dreifingu RÚV á svæðinu því eftir sem áður náist langbylgjuútsendingar vel á svæðinu auk stafrænar útsendingar sjónvarps og útvarps og netþjónusta sé með eðlilegum hætti. „Vegna atburðarrásarinnar við Bárðarbungu var ákveðið að hraða viðgerðum á FM sendum á svæðinu og er vonast til að þeir verði komnir í betra horf eigi síðar en 26. ágúst.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Langbylgja RÚV næst í Kelduhverfi og Öxarfirði þótt FM útsendingar RÚV á svæðinu hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV til Vísis. Þar segir að viðgerðum á FM sendum hafi verið hraðað og vonast til að þeir verði komnir í betra horf eigi síðar en 26. ágúst. Erlendur Garðarsson, sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi, lýsti í samtali við Vísi fyrr í dag hve illa væri komið fyrir íbúum og öðrum á svæðinu. Eftir að mastur á Viðarfjalli féll í vetur væri ómögulegt að hlusta á útvarpsrásir RÚV. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður RÚV, segir í tilkynningunni að því miður þekki allir að hökt geti komið í flest dreifikerfi um stundarsakir. „Möstur og útsendingarlofnet eiga það til að falla vegna vályndra veðra og sífellt er unnið að því að bæta fyrir þau möstur sem hafa fallið eða eru úreld vegna bættrar tækni.“ Gunnar Örn vísar til þess þegar mastrið féll á Viðarfjalli í vetur. „Það gerði það að verkum að FM útsendingar RÚV í Keldukverfi og Öxarfirði hafa ekki verið eins og best verður á kosið. RÚV hefur unnið með sérfræðingum Vodafone að því að setja upp nýjan búnað til að bæta það sem brást.“ Sem betur fer ógni þetta ekki dreifingu RÚV á svæðinu því eftir sem áður náist langbylgjuútsendingar vel á svæðinu auk stafrænar útsendingar sjónvarps og útvarps og netþjónusta sé með eðlilegum hætti. „Vegna atburðarrásarinnar við Bárðarbungu var ákveðið að hraða viðgerðum á FM sendum á svæðinu og er vonast til að þeir verði komnir í betra horf eigi síðar en 26. ágúst.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20