Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Svavar Hávarðsson skrifar 25. ágúst 2014 07:00 „Staðan er sú að við förum í þá vinnu að greina hvað var þarna á ferðinni. Það liggur ekki fyrir á þessari stundu. En við munum halda áfram að greina hvað þarna gerðist og bætum því í þekkingarsarpinn, segir Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofunnar, spurð hvort vitað sé hvað gaf svo greinileg merki um að lítið hraungos væri hafið undir Dyngjujökli á laugardag.Villuljós Eins og þekkt er varð lágtíðniórói sem greindist á skjálftamælum laust fyrir hádegið á laugardag til þess að sérfræðingar Veðurstofunnar túlkuðu gögn sem svo að lítið magn kviku væri komin upp á yfirborð undir Dyngjujökli. Þessi órói varði í nokkrar klukkustundir og dró jafnt og þétt úr honum fram eftir degi. Mælingar um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF og leiðnimælingar úr vatnamælakerfi Veðurstofunnar sýndu hins vegar engar markverðar breytingar. Ljóst varð þegar leið á daginn að ekki hafði verið um eldgos að ræða. Sigrún segir að sérfræðingar Veðurstofunnar hafi ekki brugðist of fljótt við, heldur hafi þvert á móti verið nauðsynlegt að bregðast við þeim merkjum sem skjálftamælakerfið sýndi. Því atburðarás getur verið mjög hröð í aðdraganda eldgoss. „Þetta var alveg rétt ákvörðun þegar hún var tekin. Í fyrri eldgosum hafa þessi gögn gefið til kynna að eldgos sé líklega hafið. Við töldum því rétt að bregðast við þessu strax,“ segir Sigrún. Engin önnur mælikerfi eða athuganir hafa staðfest að um gos hafi verið að ræða.Grunnvatn? Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir ekkert vitað um hvað olli óróanum eftir hádegið á laugardaginn, og var túlkað sem gosórói. Skiptar skoðanir séu hins vegar uppi. „Með þeim tækjum sem við höfum, hefur ekki verið fylgst með atburði eins og þessum áður. Það þarf líklega að fara aftur til Gjálpargossins 1996 til að finna sambærilegan atburð, en þá voru mælakerfin öðruvísi og mælarnir náðu ekki eins langt inn á hálendið og nú er. Við erum alltaf að læra af því sem við sjáum. Við vitum ekki allt um hvernig þessi kerfi hafa sér og hvaða merki þau senda frá sér við mismunandi aðstæður,“ segir Magnús Tumi og bætir við að þeirri tilgátu hafi verið kastað fram að kvikan undir Dyngjujökli hafi komist í snertingu við grunnvatn, þarna eru sprungur og grunnvatnskerfi, og þessi merki hafi þess vegna komið fram í mælakerfinu. Þetta sé þó ekkert annað en ein kenning og ósönnuð með öllu. Magnús Tumi útilokar bilun í tækjabúnaði því merkin hafi komið fram á nokkrum stöðum. „Þetta var raunverulegt merki en ekki eldgos.“270 milljónir rúmmetra Á annað þúsund jarðskjálftar höfðu mælst síðasta sólarhringinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi; bæði við öskjuna í Bárðarbungu og við norðurenda berggangsins við sporð Dyngjujökuls. Flestir skjálftanna eiga sér stað við norðurenda gangsins, en jarðskjálftavirknin er nú komin á svæði norðan Dyngjujökuls en svo virðist sem lítillega hafi hægt hafi á framrás kvikunnar. Tveir jarðskjálftar stærri en 5,0 stig hafa mælst í öskjubarmi Bárðarbungu og eru þeir stærstu í öskjunni síðan fyrir Gjálpargosið 1996. Nýjustu gögn frá GPS landmælingum benda til þess að kvika sé enn að flæða inn í bergganginn undir Dyngjujökli og að hann sé að lengjast til norðurs. Líkanreikningar sem byggðir eru á GPS-gögnum gefa til kynna að heildarrúmmál kviku í bergganginum sé orðið um 270 milljón rúmmetrar.Auknar líkur Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, spyr í bloggfærslu í gærkvöldi hvað gerist ef berggangurinn nær alla leið til Öskju, en þau hafa breytt stefnu frá norðaustri til norðurs í beinni línu á megineldstöðina Öskju. Kvikan þarf aðeins að fara 25 kílómetra til að ná til hennar, en mörg dæmi úr jarðsögunni er um að berggangar hafi náð þeirri lengd sem til þarf. Dæmin sanna, segir Haraldur, að kvika kemur alltaf upp á yfirborðið þar sem berggangar brutust í gegnum jarðskorpuna á láglendi. „Mestar líkur eru því á gosi nú, þegar gangurinn skríður í gegnum jarðskorpuna undir söndunum norðan Dyngjujökuls og sunnan Öskju,“ skrifar Haraldur. Bárðarbunga Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
„Staðan er sú að við förum í þá vinnu að greina hvað var þarna á ferðinni. Það liggur ekki fyrir á þessari stundu. En við munum halda áfram að greina hvað þarna gerðist og bætum því í þekkingarsarpinn, segir Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofunnar, spurð hvort vitað sé hvað gaf svo greinileg merki um að lítið hraungos væri hafið undir Dyngjujökli á laugardag.Villuljós Eins og þekkt er varð lágtíðniórói sem greindist á skjálftamælum laust fyrir hádegið á laugardag til þess að sérfræðingar Veðurstofunnar túlkuðu gögn sem svo að lítið magn kviku væri komin upp á yfirborð undir Dyngjujökli. Þessi órói varði í nokkrar klukkustundir og dró jafnt og þétt úr honum fram eftir degi. Mælingar um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF og leiðnimælingar úr vatnamælakerfi Veðurstofunnar sýndu hins vegar engar markverðar breytingar. Ljóst varð þegar leið á daginn að ekki hafði verið um eldgos að ræða. Sigrún segir að sérfræðingar Veðurstofunnar hafi ekki brugðist of fljótt við, heldur hafi þvert á móti verið nauðsynlegt að bregðast við þeim merkjum sem skjálftamælakerfið sýndi. Því atburðarás getur verið mjög hröð í aðdraganda eldgoss. „Þetta var alveg rétt ákvörðun þegar hún var tekin. Í fyrri eldgosum hafa þessi gögn gefið til kynna að eldgos sé líklega hafið. Við töldum því rétt að bregðast við þessu strax,“ segir Sigrún. Engin önnur mælikerfi eða athuganir hafa staðfest að um gos hafi verið að ræða.Grunnvatn? Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir ekkert vitað um hvað olli óróanum eftir hádegið á laugardaginn, og var túlkað sem gosórói. Skiptar skoðanir séu hins vegar uppi. „Með þeim tækjum sem við höfum, hefur ekki verið fylgst með atburði eins og þessum áður. Það þarf líklega að fara aftur til Gjálpargossins 1996 til að finna sambærilegan atburð, en þá voru mælakerfin öðruvísi og mælarnir náðu ekki eins langt inn á hálendið og nú er. Við erum alltaf að læra af því sem við sjáum. Við vitum ekki allt um hvernig þessi kerfi hafa sér og hvaða merki þau senda frá sér við mismunandi aðstæður,“ segir Magnús Tumi og bætir við að þeirri tilgátu hafi verið kastað fram að kvikan undir Dyngjujökli hafi komist í snertingu við grunnvatn, þarna eru sprungur og grunnvatnskerfi, og þessi merki hafi þess vegna komið fram í mælakerfinu. Þetta sé þó ekkert annað en ein kenning og ósönnuð með öllu. Magnús Tumi útilokar bilun í tækjabúnaði því merkin hafi komið fram á nokkrum stöðum. „Þetta var raunverulegt merki en ekki eldgos.“270 milljónir rúmmetra Á annað þúsund jarðskjálftar höfðu mælst síðasta sólarhringinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi; bæði við öskjuna í Bárðarbungu og við norðurenda berggangsins við sporð Dyngjujökuls. Flestir skjálftanna eiga sér stað við norðurenda gangsins, en jarðskjálftavirknin er nú komin á svæði norðan Dyngjujökuls en svo virðist sem lítillega hafi hægt hafi á framrás kvikunnar. Tveir jarðskjálftar stærri en 5,0 stig hafa mælst í öskjubarmi Bárðarbungu og eru þeir stærstu í öskjunni síðan fyrir Gjálpargosið 1996. Nýjustu gögn frá GPS landmælingum benda til þess að kvika sé enn að flæða inn í bergganginn undir Dyngjujökli og að hann sé að lengjast til norðurs. Líkanreikningar sem byggðir eru á GPS-gögnum gefa til kynna að heildarrúmmál kviku í bergganginum sé orðið um 270 milljón rúmmetrar.Auknar líkur Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, spyr í bloggfærslu í gærkvöldi hvað gerist ef berggangurinn nær alla leið til Öskju, en þau hafa breytt stefnu frá norðaustri til norðurs í beinni línu á megineldstöðina Öskju. Kvikan þarf aðeins að fara 25 kílómetra til að ná til hennar, en mörg dæmi úr jarðsögunni er um að berggangar hafi náð þeirri lengd sem til þarf. Dæmin sanna, segir Haraldur, að kvika kemur alltaf upp á yfirborðið þar sem berggangar brutust í gegnum jarðskorpuna á láglendi. „Mestar líkur eru því á gosi nú, þegar gangurinn skríður í gegnum jarðskorpuna undir söndunum norðan Dyngjujökuls og sunnan Öskju,“ skrifar Haraldur.
Bárðarbunga Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira