Innlent

Bein útsending frá eldgosinu í Holuhrauni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eldgos hófst í Holuhrauni um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls rétt upp úr miðnætti í nótt. Fulltrúar almannavarna urðu eldgossins varir á vefmyndavél Mílu en fylgjast má með beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan.

Talið er að sprungan þaðan sem gýs sé um kílómetri á lengd en eftir töluverðan eld virtist virknin minnka svolítið á þriðja tímanum. Tveir vísindamenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála.

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, verður send á svæðið í birtingu. Um borð verður hópur vísindamanna sem leggja mun mat á stöðu mála.

Staðsetningu skjálftans má sjá hér.

Mynd/Google

Tengdar fréttir

Bíða átekta í Þingeyjarsýslu

Ingólfur Freysson, formaður neyðarnefndar í Þingeyjarsýslu, var einn á vakt þegar Vísir náði af honum tali á öðrum tímanum í nótt.

Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð

"Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“

Gosið hófst upp úr miðnætti

„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert.

Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng

"Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands.

Fundað í samhæfingarmiðstöðinni

Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul.

Sprungan talin vera um 1 kílómetri á lengd

Talið var í upphafi að sprungan, sem er um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls og sunnan Öskju, væri 100-300 metra löng. Nú virðist sem hún sé töluvert lengri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×