Innlent

„Við erum að tryggja að enginn fari sér að voða“

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá samhæfingarstöð almannavarna.
Frá samhæfingarstöð almannavarna. Vísir/Stefán
„Það hefur bara nú í morgun fyrst verið að koma í ljós hvernig ástandið er á svæðinu og við erum bara að fara yfir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Vegum var lokað á hálendi Norðausturlands í nótt í kjölfar þess að gos hófst í Holuhrauni og segir Svavar að þær lokanir verði áfram í gildi með sérstökum undantekningum fyrir fjölmiðla- og vísindamenn.

„Við erum að vinna úr þessum atburði sem stendur yfir, sem er ekki lokið, og þá ber okkur að tryggja það að enginn fari sér að voða,“ segir Svavar. „Það er í raun það sem við erum að gera.“

Viðbúnaðarstigi almannavarna var í nótt breytt úr hættustigi í neyðarstig. Svavar útskýrir að hættustig á einungis við þegar atburður er yfirvofandi en neyðarstig þegar atburður er hafinn. Hann segir embætti sitt bíða eftir frekari upplýsingum áður en frekari viðbúnaði verði komið á.

„Þetta er náttúrulega bara í stöðugri endurskoðun eftir því sem upplýsingar koma frá vísindamönnum um eðli atburðarins,“ segir hann. „Við högum okkar undirbúningi í samræmi við það. Gosið stendur yfir og við erum bara í því að tryggja öryggi.“


Tengdar fréttir

Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð

"Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“

Air traffic not affected

The eruption in the Holuhraun lava field in Iceland has no impact on air traffic from Keflavik airport, at least at this stage.

The fissure thought to be about one kilometre long

A scientist at the IMO in Iceland located about five kilometres from the eruption in Holuhraun, north of Dyngjujökull, estimates that the fissure is about one kilometer long.

Gosið hófst upp úr miðnætti

„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert.

Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng

"Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands.

Sprungan talin vera um 1 kílómetri á lengd

Talið var í upphafi að sprungan, sem er um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls og sunnan Öskju, væri 100-300 metra löng. Nú virðist sem hún sé töluvert lengri.

Flugu yfir gosstöðvarnar í morgun

Kristján Þór Kristjánsson flaug yfir gosstöðina í Holuhrauni í morgun. Með í för var myndatökumaðurinn Hörður Finnbogason sem tók meðfylgjandi myndband og ljósmyndir. Eins og sést hefur greinilega dregið nokkuð úr gosinu frá því þegar mest var í nótt.

„Þetta er aktívt gos“

Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð.

Hér er gosið

Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×