Margir leikmenn íslenska liðsins voru að spila vel í gærkvöldi, ungu drengirnir, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson, fóru á kostum en það voru þó tveir reynsluboltar í íslenska liðinu sem náðu einstökum tölum í öllum leikjum undankeppninnar í gær.
Það var leikið í öllum sjö riðlunum í gær og alls fóru fram tólf leikir. Ísland átti bæði frákastahæsta og stoðsendingahæsta leikmann gærdagsins hjá þessum 24 þjóðum sem voru að spila.
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, tók alls 15 fráköst í leiknum eða tveimur fleiri en næsti maður sem var Ungverjinn Akos Keller. Hlynur tók 3 sóknarfráköst og 12 varnarfráköst og náði flottri tvennu því hann skoraði einnig fjórtán stig.
Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, gaf 14 stoðsendingar á félaga sína í leiknum, eða jafnmargar og allt breska liðið. Pavel var með fjórar fleiri stoðsendingar en næsti maður sem var Georgíumaðurinn George Tsintsadze.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem sköruðu úr í fráköstum og stoðsendingum á fyrsta leikdegi undankeppninnar.

1. Bæringsson, Hlynur (Íslandi) 15
2. Keller, A. (HUN) 13
3. Sanikidze, V. (GEO) 12
4. Paliashchuk, D. (BLR) 11
5. Pustahvar, A. (BLR) 11
6. Hendriks, V. (MKD) 11
7. Jukic, D. (DEN) 11
8. Cel, A. (POL) 10 10
9. Mahalbasic, R. (AUT) 10
10. Jass, M. (SVK) 10 10
Flestar stoðsendingar
1. Ermolinskij, Pavel (Íslandi) 14
2. Tsintsadze, G. (GEO) 10
3. Rochestie, T. (MNE) 9
4. Satoransky, T. (CZE) 8
5. Milosevic, N. (SVK) 7
6. Charykau, S. (BLR) 7
7. Mekel, G. (ISR) 6
8. Sitnik, K. (BLR) 6
9. Thomas, J. (HUN) 5
10. Casspi, O. (ISR) 5